Ný myndavél mbl.is á Þorbirni sýnir hvernig hraunið hefur runnið að Njarðvíkuræðinni, lögninni sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni úr Svartsengi.
Skammt þar frá standa burðarvirki fyrir Svartsengislínu, sem leiðir rafmagn frá virkjuninni og norður í Reykjanesbæ.
Vélin var sett upp á Þorbirni og horfir til norðurs yfir virkjunina.