Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir undirbúning hafinn að viðbrögðum við því að hraun flæði yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi.
Gríðarlegt hraunfæði er á svæðinu. Byrjað er að flæða yfir Grindavíkurveg og mikil hætta er á að hraunið nái að hitaveituæðinni. Það gæti orðið til þess að heitavatnslaust yrði á Suðurnesjum og í nágrannasveitafélögum.
HS Veitur og HS Orka eru á fullu að undirbúa aðgerðir og eru í aðgerðum núna til þess að tryggja það að íbúar fái heitt vatn. Snýr vinnan meðal annars að því að skerða heitt vatn til stórnotenda.
„Þetta var ein margra sviðsmynda sem við töldum okkur vita að gæti orðið raunin,“ segir Kjartan.
Ef það verður allt heitavatnslaust þá væntanlega kólnar í húsum segir Kjartan. Bregðast þarf við með rafmagnsofnum eða einhverju slíku.