„Er Bláa lónið opið?“

Svæðið var rýmt í morgun vegna gossins.
Svæðið var rýmt í morgun vegna gossins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is voru staddir á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann á áttunda tímanum í morgun þegar tveir erlendir ferðamenn á bílaleigubíl spurðu: „Er Bláa lónið opið?“

Ferðamennirnir, par frá Bandaríkjunum, höfðu lent á Keflavíkurflugvelli um kl. 6 í morgun og áttu bókað í lónið.

Fréttamenn mbl.is greindu fólkinu frá því að eldgos væri hafið og það væri búið að rýma svæðið. Eftir að hafa velt fyrir sér hvort það væri hægt að fá miðana endurgreiddu spurðu þau hvar það væri hægt að sjá norðurljósin.

Fyrir áhugasama þá er ekki mikil norðurljósavirkni næstu daga samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofu Íslands.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert