„Geri ráð fyrir að gosið lifi af nóttina“

Þrír gígar standa eftir. Sprungan var þrír kílómetrar þegar mest …
Þrír gígar standa eftir. Sprungan var þrír kílómetrar þegar mest lét. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn lifir í þremur gígum við eldgosið sem hófst í morgun. Gígarnir eru á milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Tveir þeirra eru nærri hvor öðrum í norðri en einn eilítið sunnar.

Þegar mest lét barst hraun úr þriggja kílómetra langri sprungu en nokkuð dró úr virkni gossins um klukkan 17 síðdegis.

Áfram ágætis kraftur

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn nokkra virkni í gígunum sem eftir standa.

„Það er áfram einhver virkni í þremur gígum og ágætis kraftur,“ segir Einar. Hann hefur ekki upplýsingar um hraunflæðið á þessari stundu en virknin er búin að loka sig af í þessum þremur gígum. 

„Ég geri ráð fyrir því að gosið lifi af nóttina,“ segir Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert