Heitavatnslaust í Sandgerði, Garði og efri byggð Keflavíkur

Gufa stígur upp þar sem Njarðvíkuræðin fór í sundur.
Gufa stígur upp þar sem Njarðvíkuræðin fór í sundur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heitavatnslaust er nú í efri byggð Keflavíkur, í Sandgerði og Garði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS veitum.

Hraun úr gosinu sem hófst í morgun rann yfir Njarðvíkuræðina, stofnæð á heitu vatni frá Svartsengi fyrir Suðurnes.

Stígur nú mikil gufa upp frá þeim stað þar sem lögnin fór í sundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert