Allt bendir til þess að hraun verði komið að Njarðvíkuræðinni, hitaveitulögninni sem nær frá Svartsengi til Reykjanesbæjar, um hádegisbil.
Þetta segir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku. Hún segir að nú sé unnið að því að fergja lögnina og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að verja hana.
„Við gerum allt sem í okkar valdi stendur,“ segir hún.
Lögnina liggur um tvo kílómetra frá Grindavíkurvegi, áleiðis að Bláa lóninu, en þaðan fer lögnin áleiðis inn í Reykjanesbæ, segir Birna.
Lögnin sér Suðurnesjum að mestu fyrir heitu vatni.