Góð yfirlitsmynd náðist af eldgosinu í hádeginu í dag þegar SENTINEL-2 gervitungl Copernicus EU skannaði svæðið.
Sjást gígarnir og hraunstraumarnir vel á myndinni. Þá setur skuggi gosmakkarins svip sinn á myndina.
Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá Háskóla Íslands birti myndina á Facebook í dag.