Í viðbragðsstöðu og fylgjast með hrauntungunni

Kort sem sýnir nýjustu gossprunguna frá í dag. Hraun hefur …
Kort sem sýnir nýjustu gossprunguna frá í dag. Hraun hefur runnið í norður og vestur. Kort/mbl.is

Vinna við að minnka skarð í varnargörðum við Svartsengi í nágrenni Grindavíkurvegar er ekki hafin.

Arnar Smári Þorvarðarson, byggingatæknifræðingur hjá Verkís, segir menn fylgjast með hrauntungunni frá eldgosinu og eru allir í viðbragðsstöðu ef tungan rennur í átt að görðunum.

Fjórar mjög stórar ýtur eru til taks ásamt stórum beltagröfum.

Frá flugi Gæslunnar yfir gosstöðvarnar í morgun.
Frá flugi Gæslunnar yfir gosstöðvarnar í morgun. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Bráðabirgðagarðar mögulega reistir

Einnig eru menn í viðbragðsstöðu vegna Njarðvíkurlagnarinnar, sem er heita­vatns­lögn sem nær frá Svartsengi til Reykja­nes­bæj­ar.

Vinna stendur yfir við að setja nýja lögn í jörðina en hin lögnin sem núna er notuð er ofanjarðar.

Hugsanlegt er að bráðabirgðagarðar verði reistir ef þörf krefur, að sögn Arnars Smára.

Fjórar mjög stórar ýtur eru til taks við varnargarðana ásamt …
Fjórar mjög stórar ýtur eru til taks við varnargarðana ásamt stórum beltagröfum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert