Gosinu sennilega lokið um helgina

Hraun hefur flætt hraðar að Grindavíkurvegi en í gosinu 18. …
Hraun hefur flætt hraðar að Grindavíkurvegi en í gosinu 18. desember. Samsett mynd/Hörður Kristleifsson/Arnþór Birkisson

Lík­legt er að eld­gos­inu milli Sund­hnúks og Stóra-Skóg­fells verði lokið um helg­ina en þó má aft­ur bú­ast við gosi á Reykja­nesskag­an­um í ár. Þetta seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði hjá Há­skóla Íslands.

Hraun hef­ur flætt hraðar að Grinda­vík­ur­vegi en í gos­inu 18. des­em­ber og hef­ur í þetta skiptið farið yfir veg­inn. Þor­vald­ur tel­ur hraun­flæðið ekki vera meira en seg­ir að það renni nú um „gaml­an far­veg“.

Meðfylgj­andi mynd­skeið tók Svein­björn Darri Matth­ías­son sem flaug yfir gosstöðvarn­ar í morg­un ásamt föður sín­um, Matth­íasi Svein­björns­syni. 

Lægð í hraun­inu

„Þessi hraun­teig­ur sem er að fara þarna til vest­urs, mér sýn­ist á öllu að hann hafi náð að koma sér í svona gaml­an far­veg þarna, það er lægð þarna í hraun­inu,“ seg­ir Þor­vald­ur í sam­tali við mbl.is. 

„Þá er spurn­ing hvernig fram vind­ur í gos­inu. Ef það held­ur áfram að draga úr gos­inu eins og það er að draga úr því, þá get­ur vel verið að það nái aldrei að fylla þá lægð. En ef gosið held­ur áfram, því leng­ur sem það var­ir, þá nær það að fylla þessa lægð og þá fer streymið áfarm,“ bæt­ir hann við.

Feðgarnir Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson flugu yfir gosstöðvarnar …
Feðgarn­ir Matth­ías Svein­björns­son og Svein­björn Darri Matth­ías­son flugu yfir gosstöðvarn­ar um kl. 11 í morg­un. Ljós­mynd/​Svein­björn Darri Matth­ías­son

Mun lík­lega end­ur­taka sig

Þá seg­ist hann bú­ast við því að gos­inu ljúki bráðlega.

„Það virðist draga jafnt og þétt úr því. Mér sýn­ist þetta bara vera svipað og 18. des­em­ber,“ seg­ir Þor­vald­ur.

„Það er mest að ger­ast í byrj­un. Núna eru komn­ir 7 klukku­tím­ar. Ég held að þetta vari út af hægt og ró­lega og verði senni­lega búið helg­ina,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Þá býst hann einnig við því að elds­um­brot­in end­ur­taki sig oft­ar en einu sinni í ár.

„Ég get al­veg séð fyr­ir mér að þetta end­ur­taki sig nokkr­um sinn­um í viðbót. Það er eitt­hvað sem við meg­um al­veg bú­ast við að haldi áfram út þetta árið,“ seg­ir hann.

„Það þarf eitt­hvað að stoppa inn­flæðið í neðra geymslu­hólf­inu. Á meðan að það er alltaf til­búið að pumpa kviku upp í það grynnra þá held­ur þetta áfram,“ bæt­ir hann við að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert