Viðvörunarflautur virkjaðar en enginn í bænum

Búið er að virkja viðvörunarflautur í Grindavík og kalla út rýmingu af svæðinu, en enginn er staddur í bænum, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá almannavörnum.

Hún segir eldgosið vera á svipuðum stað og það síðasta og virðist vera ágætlega stórt.

Viðbragðsaðilum á lokunarpóstum var gert að rýma þau svæði. Einnig hefur hótelgestum við Bláa lónið verið gert að yfirgefa svæðið.

Þyrla Gæslunnar fer í loftið bráðum til að sjá umfangið og hvert hraunið rennur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert