Vinnu við eldgosahættumat verði flýtt

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands vinnur nú að jarðskjálftahættumati fyrir höfuðborgarsvæðið í samstarfi við almannavarnir og fulltrúa sveitarfélaganna. Áætlað er að það verði tilbúið í vor.

Þetta kemur fram í grein sem Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, ritar í Morgunblaðið í dag. Tilefni greinar Rósu er ýmis ummæli jarðvísindamanna að undanförnu um hættuna sem höfuðborgarsvæðinu stafar af jarðhræringum, eldgosum og hraunrennsli.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Ljósmynd/Hafnafjarðarbær

 

Rósa segir fyrrnefnda aðila, Veðurstofuna, almannavarnir og sveitarfélögin, vinna að gerð eldgosahættumats fyrir höfuðborgarsvæðið. Gert sé ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í lok næsta árs. Nú þegar eldgosaváin er komin fram með eldsumbrotunum á Reykjanesi er mikilvægt að vinnu við þetta hættumat verði flýtt,“ segir Rósa. Mikilvægt sé fyrir sveitarfélögin að fá heildarmyndina sem fyrst. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert