Andlát: Össur Kristinsson

Össur Krist­ins­son stoðtækja­fræðing­ur lést á Land­spít­al­an­um 6. fe­brú­ar síðastliðinn, 80 ára að aldri.

Össur fædd­ist 5. nóv­em­ber 1943 í Reykja­vík og ólst upp í Laug­ar­nes­hverf­inu. For­eldr­ar hans voru Krist­inn Ólafs­son, tækjamaður frá Kiðafelli í Kjós, og Lilja Öss­ur­ar­dótt­ir Thorodd­sen, sauma­kona frá Örlygs­höfn við Pat­reks­fjörð. Syst­ur hans, Ingi­björg og Hrafn­hild­ur, eru látn­ar.

Össur fædd­ist með stutt­an fót og fékk því snemma áhuga á stoðtækj­um og vildi læra fræðin. Fór hann 19 ára til náms í stoðtækja­smíði til Stokk­hólms.

Eft­ir átta ára dvöl í Svíþjóð kom hann heim aft­ur til Íslands árið 1970 með unga fjöl­skyldu. Ári síðar stofnaði hann stoðtækja­fyr­ir­tækið Össur. Við tók margra ára þró­un­ar­vinna og var vendipunkt­ur í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins þegar Össur fann upp síli­kon­huls­una.

Komst fyr­ir­tækið á veru­legt skrið um 1990 og marg­faldaðist velt­an á fáum árum. Össur hf. fór á hluta­bréfa­markað hér á landi 1999 og var skráð í dönsku kaup­höll­ina árið 2009. Í dag er síli­kon­huls­an ráðandi aðferð við gerð gervi­fóta í heim­in­um.

Össur var upp­finn­ingamaður í eðli sínu og tók einnig til við hönn­un á nýrri teg­und af báts­skrokki og kili. Stofnaði hann fyr­ir­tækið Rafn­ar árið 2005 og um svipað leyti lét hann af störf­um hjá Öss­uri hf. og seldi sína hluti þar. Sneri hann sér al­farið að rekstri Rafn­ar og var þar viðloðandi starf­sem­ina allt til dauðadags. Össur fékk fjölda viður­kenn­inga fyr­ir frum­kvöðlastörf sín, m.a. fálka­orðuna árið 2002, auk þess sem hann tók við mörg­um viður­kenn­ing­um fyr­ir hönd Öss­ur­ar hf.

Eig­in­kona Öss­ur­ar var Björg Rafn­ar lækn­ir, f. 1945, d. 2017. Börn þeirra eru Bjarni og Lilja. Barna­börn­in eru fimm og langafa­börn­in þrjú.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert