Ekkert kalt vatn rennur til Keflavíkurflugvallar

Horft yfir Leifsstöð og að gosinu í gær.
Horft yfir Leifsstöð og að gosinu í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert kalt vatn rennur til Keflavíkurflugvallar vegna bilunar í stofnlögn sem staðsett er á Ásbrú. 

Mikill leki kom upp í stofnlögninni á miðnætti í gær að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskipta og markaðsstjóra hjá HS Veitum, sem áréttir að bilunin sé ótengd eldgosinu sem hófst í gærmorgun.

Birgðir af köldu vatni

Í kjölfarið varð kaldavatnslaust á Keflavíkurflugvelli, við flugvöllinn, á Ásbrú og Háaleitishlaði, en Sigrún segir að á Keflavíkurflugvelli hafi verið til birgðir af köldu vatni og því sé ekki kaldavatnslaust á vellinum þó vatn renni ekki þangað um lögnina. 

Unnið er að viðgerð stofnlagnarinnar og vonir standa til að vatnið verði komið á fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert