Sakborningarnir ekki hættulegir í augum læknisfræðinnar

Sindri Snær, Einar Oddur Sigurðsson og Sveinn Andri Sveinsson.
Sindri Snær, Einar Oddur Sigurðsson og Sveinn Andri Sveinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Geðlækn­ir seg­ir það ljóst að Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son, sak­born­ing­arn­ir í hryðju­verka­mál­inu, þjáðust ekki af sjúk­dóm­um sem leiddu til þess að þeir gætu ekki stjórnað gjörðum sín­um. Er mats­gerð lækn­is­ins var gerð árið 2022 áttuðu menn­irn­ir sig á al­var­leika þess að fremja hryðju­verk.

Auk geðlækn­is­ins komu fimm vitni fram fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í hryðju­verka­mál­inu eft­ir há­degi, þar á meðal var kær­asta Ísi­dórs. Alls tólf manns komu í skýrslu­töku á öðrum degi rétt­ar­hald­anna. Hér fyr­ir neðan má lesa um vitn­is­b­urð meðal ann­ars föður og kær­ustu Sindra.

Með nas­ista­fána í geymsl­unni

Kær­asta Ísi­dórs var fyrst til að bera vitni eft­ir há­deg­is­hlé. Ísi­dór mætti með henni en hann var fjar­ver­andi rétt­ar­höld­in í morg­un og yf­ir­gaf þau um leið og kær­ast­an fór.

Parið hef­ur verið sam­an í nærri sjö ár, en Ísi­dór greindi frá því í gær að þau eigi von á barni.

Fyrsta spurn­ing Karls Inga Vil­bergs­son­ar sak­sókn­ara var hvort það væri rétt að það hefði verið til nas­ista­fáni á heim­ili pars­ins. Fán­inn fannst í geymslu á heim­ili þeirra við hús­leit lög­reglu og játaði kær­ast­an að Ísi­dór átti fán­ann. Hún sagði hann þó ekki hafa verið til sýn­is.

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari.
Karl Ingi Vil­bergs­son sak­sókn­ari. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Karl Ingi sak­sókn­ari spurði kær­ust­una þá út í af­stöðu Ísi­dórs er kem­ur að út­lend­ing­um. Hún sagði hann ekki vera beint á móti út­lend­ing­um en lýsti skoðunum hans á eft­ir­far­andi hátt: „Íslend­ing­ar á und­an, eins og með hús­næðismál og svo­leiðis“.

Ísi­dór sagðist fyr­ir dómi í gær vera ras­isti og ein­angr­un­ar­sinni.

Ísi­dór reyndi að vera kúl

Næst var kær­ast­an spurð út í þrívídda­prent­ara sem lög­regla fann inn í geymslu pars­ins. Kær­ast­an sagði að Ísi­dór hafi prentað út alls kon­ar smá­hluti í byss­ur.

Hún sagði byss­urn­ar vera eins og „dóta­byss­ur“. Sindri viður­kenndi fyr­ir dómi í gær að hann hafi selt fimm þrívídda prentaðar byss­ur.

Í skýrslu­töku lög­reglu sagði kær­ast­an Ísi­dór oft reyna að vera „stór­karla­leg­an“ og sagði fyr­ir dómi að hún meinti að hann reyndi oft að vera kúl.

Hún sagði að Ísi­dór myndi aldrei beita fólk of­beldi.

Spurð út í sam­skipti sak­born­ing­anna sagðist hún „aðeins“ vita af sam­skipt­um fé­lag­anna. Hún sagði enga mein­ingu vera á bakvið sam­skipt­in.

Ísidór í dómssal í gær.
Ísi­dór í dómssal í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Planað framtíðina sam­an

Að lok­um var kær­ast­an spurð hvaða áhrif málið hef­ur haft á líf pars­ins. Kær­ast­an sagði að málið hafði haft rosa­lega slæm áhrif á þau, sér­stak­lega and­lega.

„Rosa­lega fá­rán­legt að hann myndi gera eitt­hvað svona [hryðju­verk],“ sagði kær­ast­an.

Hún sagði að þau hafi planað framtíð sína sam­an og Ísi­dór myndi aldrei leggja þá framtíð í í hættu með því að eiga mögu­leika á að fara í fang­elsi.

Tetra-tal­stöðvar

Næst­ur til leiks var rekstr­ar­stjóri ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is sem Sindri vann hjá.

Sindri keyrði trukka að sögn rekstr­ar­stjór­ans og var leiðsögumaður. Sindri byrjaði hjá fyr­ir­tæk­inu árið 2021 sem launþegi, hætti síðan í nokkra mánuði og byrjaði aft­ur hjá fyr­ir­tæk­inu árið 2022 sem verktaki og starfaði hjá því þar til hann var hand­tek­inn.

Sindri Snær og Sveinn Andri.
Sindri Snær og Sveinn Andri. Eggert Jó­hann­es­son

Rekstr­ar­stjór­inn var spurður út í svo­kallaðar tetra-tal­stöðvar sem Sindri og Ísi­dór eru sagðir, sam­kvæmt ákæru, hafa ætlað að verða sér úti um til að dul­bú­ast sem lög­reglu­menn og fremja voðaverk.

Maður­inn sagði að þó nokkr­ir starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins eigi eig­in tetra-tal­stöðvar og eru tal­stöðvarn­ar keypt­ar í gegn­um fyr­ir­tækið.

Tetra tal­stöðvar­kerfið er rekið af neyðarlín­unni en það er öfl­ugt hóp­fjar­skipta­kerfi, sér­sniðið að þörf­um viðbragðsaðila.

Hvað er árás­arrif­ill?

Þá kom er­lend­ur vopna­sali fram fyr­ir dómi. Hann hef­ur starfað sem vopna­sali á Íslandi í fimm ár og er­lend­is fyr­ir þann tíma.

Maður­inn sagðist hafa selt föður Sindra skot­færi, eng­in vopn, og að hann hafi verið í sam­skipt­um við Sindra útaf því í ág­úst árið 2022.

Skotfæri sem lögregla lagði hald á.
Skot­færi sem lög­regla lagði hald á. mbl.is/​Hall­ur Már

Sindri vildi einnig kaupa magasín í riff­il af vopna­sal­an­um en sú sala fór ekki í gegn.

Verj­end­ur og sak­sókn­ari hafa deilt um hvað árás­arrif­ill sé í aðalmeðferðinni. Vopna­sal­inn var spurður hver hans skil­grein­ing væri á slík­um vopn­um.

Hann sagðist ekki hafa selt þá sjálf­ur og að eng­inn lög­lega skýr­ing væri til á árás­arriffl­um. Fyr­ir hon­um væri árás­arriff­ill rif­ill sem væri hægt að breyta úr hálf­sjálf­virk­um yfir í alsjálf­virk­an riff­il.

Riffl­arn­ir sem hafa verið til umræðu í dóms­mál­inu eru ein­skota en Sindri gengst und­ir að hafa breytt öðrum þeirra svo hann yrði hálf­sjálf­virk­ur, það hafði þó tek­ist illa til að sögn föður hans og Sindra sjálfs.

Tækni­fræðing­ur sem var næsta vitni var hins veg­ar ósam­mála því ástands­mati á riffl­in­um.

Riffl­ar í dómssal

Tækni­fræðing­ur­inn var feng­inn af lög­reglu til að skoða vopn sem lög­regla gerði upp­tæk í tengsl­um við málið.

Maður­inn skoðaði meðal ann­ars AR-15 riff­il­inn sem Sindri breytti.

Rifflar sem lögregla lagði hald á sjást á myndinni.
Riffl­ar sem lög­regla lagði hald á sjást á mynd­inni. mbl.is/​Hólm­fríður María

Tækni­fræðing­ur­inn lýsti því fyr­ir dómi hvernig hann tók riff­il­inn í sund­ur og skoðaði meðal ann­ars hlaup byss­unn­ar að inn­an. Þar sást lítið gat sem Sindri hafði borað til að breyta hon­um.

Maður­inn sagði að þannig hefði riff­il­inn farið úr því að vera hand­hlaðinn einu sinni yfir í að hægt væri að taka í gikk­inn aft­ur og aft­ur með hlé­um án þess að þurfa hlaða byss­una sér­stak­lega.

Tækni­fræðing­ur­inn sagði að riff­il­inn hefði verið prófaður sem staðfesti að vopnið væri hálf­sjálf­virkt. Þannig væri hægt að tæma heilt magasín, 30 skot, á tíu sek­únd­um með riffl­in­um.

Sindri sagði í skýrslu­töku fyr­ir dómi í gær að hann hefði vissu­lega breytt riffl­in­um en að hann hefði svo breytt hon­um aft­ur til baka sama dag og hann og faðir hans prufuðu hann.

Sveinn Andri færði til borð til þess að koma byssunum …
Sveinn Andri færði til borð til þess að koma byss­un­um fyr­ir á. Ljós­mynd­ara var ekki leyfi­legt að mynda vopn­in í dómssal. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sveinn Andri bað tækni­fræðing­inn á ein­um tíma­punkti að sýna dómþingi bet­ur AR-15 riff­il­inn. Á meðan hann hélt á riffl­in­um út­skýrði hann bet­ur hvernig riffl­in­um hefði verið breytt.

Ljóst var að Sindri var ekki sam­mála tækni­fræðingn­um um ástand riff­ils­ins nú.

Sindri reyndi að spyrja tækni­fræðing­inn spurn­ingu en dóm­ari þurfti að stoppa hann af og benda á að verj­end­ur spyrji vitni spurn­inga, ekki sak­born­ing­ar.

Tækni­fræðing­ur­inn sagði að ekki hver sem er gæti breytt riffli í hálf­sjálf­virk­an.

Hefðu gert riff­il­inn alsjálf­virk­an

Tækni­fræðing­ur­inn skoðaði einnig svo­kallaðan swift link eða, hröðun­ar­stykki. Hann sagði að um væri að ræða hlut sem hægt væri að þrívídda prenta út, en stykkið sem sak­born­ing­arn­ir prentuðu út var ónot­hæft.

Tækni­fræðing­ur­inn lýsti því að ef stykkið hefði virkað hefði riff­il­inn geta orðið alsjálf­virk­ur. Þá þarf ekki að sleppa gikkn­um til að hleypa af öðru skoti.

Þá skoðaði maður­inn veiðiriff­il sem Sindri keypti á Græn­landi og flutti til lands­ins með hjálp vopna­sala. Hann sagði mun­inn á þess­um riffli og AR-15 og AK-47 riffl­un­um vera tölu­verður. Hann sagði að ekki væri hægt að breyta veiðiriffl­in­um í hálf­sjálf­virka riffla.

„Sjá eft­ir þessu glanna­skap sín­um“

Síðasta vitni dags­ins var geðlækn­ir­inn sem sagt var frá í inn­gangi. Hann gerði geðmat á sak­born­ing­un­um er þeir voru í gæslu­v­arðhaldi á Hólms­heiði. Í kjöl­farið voru þeir látn­ir laus­ir.

Lækn­ir­inn sagði að báðir menn­irn­ir hefðu svarað eins heiðarlega og „op­in­skátt“ og þeir gátu í þeim erfiðu kring­um­stæðum sem þeir voru í í fang­els­inu.

Hann sagði báða menn­ina hafa haft stjórn á gjörðum sín­um og áttað sig á al­var­leika hryðju­verka og ólög­mæti þeirra. Þá sagði hann þá einnig átta sig á vopna­laga­brot­un­um sem þeir hafa játað að hluta til.

Geðlækn­ir­inn sagði menn­ina: „Sjá eft­ir þess­um glanna­skap sín­um“.

Kvíðarösk­un og áfall­a­streita

Varðandi geðmat á Sindra sagði lækn­ir­inn að hann þjáðist af kvíðarösk­un og áfall­a­streitu, ásamt því að hafa glímt við þung­lyndi og mis­notað fíkni­efni. Hann sagði Sindra hins veg­ar ekki vera með per­sónu­leikarösk­un.

Hann sagðist standa við mats­gerðina enn í dag og að Sindri væri ekki hættu­leg­ur í aug­um lækn­is­fræðinn­ar. Þá sagði hann að ekk­ert hafi bent til þess að Sindri hefði logið er geðmatið fór fram.

Lækn­ir­inn var spurður út í geðmat geðlækna al­mennt og sagði hann mik­il­vægt að muna að hættumat geðlækn­is og hættumat lög­reglu fari ekki endi­lega sam­an. Þá sagði hann að geðmat hef­ur oft verið mis­notað í sögu­legu sam­hengi.

Með at­hygl­is­brest og of­virkni

Lækn­ir­inn sagði Ísi­dór vera greind­an með at­hygl­is­brest og of­virkni frá unga aldri. Þá hefði hann glímt við áfeng­is­fíkn sem geti magnað upp grein­ingu hans. Hann glími ekki við per­sónu­leik­arask­an­ir og þá séu skoðanir hans ekki litaðar af geðsjúk­dómi, en Ísi­dór seg­ist sjálf­ur vera ras­isti.

Í æsku upp­lifði Ísi­dór rót og óstöðug­leika.

Geðlækn­ir­inn sagði að hann hafi rætt sam­skipti fé­lag­anna ít­ar­lega við þá báða. Hann sagði að Ísi­dór hafi metið svo að glanna­legt orðfæri fé­lag­anna væri ekki refsi­vert. Lækn­ir­inn sagði þó Ísi­dór skilja al­var­leika máls­ins og hverj­ar af­leiðing­arn­ar gætu verið.

Lækn­ir­inn sagði að í yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta leiddi „gal­gopaleg umræða“ líkt og tví­menn­ing­arn­ir áttu í ekki til voðaverka. Sveinn Andri spurði hvort slík umræða ein­skorðist við unga karl­menn eða karl­menn og stökk dómur­um þá bros.

Sveinn Andri er verjandi Sindra.
Sveinn Andri er verj­andi Sindra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Geðlækn­ir­inn sagði að málið sé að mörgu leyti ein­stakt og hann hefði ekki komið að eins máli áður, en hann hef­ur komið að geðmats­gerðum í meira en tutt­ugu ár.

Á mánu­dag munu fleiri vitni koma fram fyr­ir dómi og á þriðju­dag er gert ráð fyr­ir að aðalmeðferð máls­ins ljúki með mál­flutn­ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert