Erfitt að segja um magn kvikunnar

Páll Einarsson.
Páll Einarsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Eitt af því sem mjög erfitt er að segja til um er hve mikil kvika er í kvikuhólfinu undir Svartsengi, þaðan sem sjötta eldgosið hófst á Reykjanesskaga í gær. Innstreymi í hólfið hefur staðið yfir frá því í október sl.

Stærsti atburðurinn á svæðinu varð í nóvember þegar kvikuhlaup varð og náði undir Grindavík, en þá var mesta magn kviku að rúmmáli á ferðinni í yfirstandandi atburðarás. Mjög erfitt er að segja til um það út frá henni hve mikil kvika er til taks til að fóðra eldgosið.

Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Morgunblaðið.

Sjötta eldgosið á Reykjanesskaga á þremur árum hófst við Sundhnúkagíga …
Sjötta eldgosið á Reykjanesskaga á þremur árum hófst við Sundhnúkagíga í gærmorgun. mbl.is/Árni Sæberg

Erfitt að segja fyrir um lengd eldgossins

„Það er erfitt að slá máli á það, en eftir því sem á líður skýrist myndin af því hvað er í gangi og það eru mælingar yfirstandandi sem geta gefið vísbendingar um hve hratt geti dregið úr og gefið vísbendingar um hvenær gosinu lýkur. En það er hætt við að tímakvarðinn geti orðið erfiður og óvíst að þær upplýsingar liggi fyrir áður en gosið endar,“ segir Páll, spurður hve lengi eldgosið geti varað að hans mati.

„Það er mjög erfitt að segja fyrir um hve lengi þetta eldgos stendur, spá um það væri hrein ágiskun. Sumt er vel vitað og hægt að segja fyrir um, en annað ekki,“ segir hann.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert