Fær ekki varatengingu í raforku

Í eldisstöð Matorku við Grindavík eru um 600 tonn af …
Í eldisstöð Matorku við Grindavík eru um 600 tonn af bleikju. Ljósmynd/Martin Giskegjerde-Oclin

„Við höf­um stöðugt orðið fyr­ir því að raf­magn hef­ur af ýms­um ástæðum verið að fara af eld­is­stöð okk­ar, síðast vegna þess að hraun rann yfir teng­ing­una inn í Grinda­vík sem ligg­ur þaðan til okk­ar. Nú er raf­magns­laust því að raf­magnið var tekið af vegna þess að hraun er farið að renna und­ir há­spennu­lín­urn­ar sem liggja frá Svartsengi,“ seg­ir Christo du Pless­is, fram­kvæmda­stjóri fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Matorku, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Verðmætið í stöðinni slag­ar upp í millj­arð

Matorka fram­leiðir bleikju í eld­is­stöð skammt vest­an Grinda­vík­ur. Urðu nokk­ur eldisker þess illa úti í jarðhrær­ing­um sem urðu vegna kviku­hlaups í nóv­em­ber, sem varð til þess að um 80 tonn af fiski dráp­ust. Um 600 tonn af bleikju eru í eldi í stöðinni og slag­ar verðmæti afurðanna upp í millj­arð króna. Vegna lok­un­ar Grinda­vík­ur þurfti fyr­ir­tækið að loka vinnsl­unni þar, en flyt­ur all­an eld­is­fisk­inn til Hafn­ar­fjarðar til frek­ari vinnslu fyr­ir út­flutn­ing.

Christo du Plessis, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtæksins Matorku.
Christo du Pless­is, fram­kvæmda­stjóri fisk­eld­is­fyr­ir­tæks­ins Matorku. Ljós­mynd/​Mart­in Giskegjer­de-Ocl­in

Raf­magn lífæð starf­sem­inn­ar

„Við erum háð þessu raf­magni, sem er lífæð fyr­ir starf­sem­ina. Við dæl­um vatni úr bor­hol­um í hraun­inu, sem síðan renn­ur í gegn­um eldisker­in okk­ar, og án raf­magns get­um við ekki dælt því upp. Ef við fáum ekki nýtt vatn inn í kerfið höf­um við aðeins hálfa til eina klukku­stund til að bregðast við áður en fisk­ur­inn ein­fald­lega drepst. Óvissa um raf­orku­ör­yggi er vand­inn sem við erum að glíma við rekstr­ar­lega, eins og staðan er í dag,“ seg­ir Christo.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka