Farþegar mæti dúðaðir

Gosmökkurinn í gær var áberandi frá Keflavíkurflugvelli.
Gosmökkurinn í gær var áberandi frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flug gengur sinn vanagang á Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesskaga. Slökkt var á snjóbræðslu- og loftræstikerfum í flugstöðinni í mótvægisskyni við heitavatnsleysi á Suðurnesjum í gær.

Sem kunnugt er fór lögnin sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni frá Svartsengi í sundur og ekki er varaleið til að kynda heitt vatn inn á hitaveitukerfi á flugvellinum.

Var aðeins farið að kólna

Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að ekki væri reiknað með að heitavatnsleysið hefði áhrif á komur og brottfarir til landsins í dag.

„Flug gengur sinn vanagang en það er aðeins farið að kólna í flugstöðinni,“ sagði Guðjón í gærkvöldi. „Við höfum upplýst farþega um stöðu mála.“

Rafmagnshitablásurum var komið upp á völdum stöðum til að halda lágmarkshita á farþegasvæðum og nánasta umhverfi þeirra. Guðjón sagði að allt hefði gengið vel í flugstöðinni í gær.

Nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert