Forsíða Morgunblaðsins: Innviðir undir hraun

Myndin sem prýðir forsíðu Morgunblaðsins í dag var tekin í …
Myndin sem prýðir forsíðu Morgunblaðsins í dag var tekin í flugi yfir Reykjanesskaga síðdegis í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Eldsumbrot á Reykjanesskaga eru meginumfjöllunarefni í Morgunblaðinu í dag. Forsíðuna prýðir ljósmynd Árna Sæberg sem tekin var í flugi yfir eldgosið síðdegis í gær.

Í blaðinu er einnig kynngimögnuð mynd Kristins Magnússonar ljósmyndara af því þegar Grindavíkurvegur fór undir hraun.

Land líklega tekið að rísa á ný

Rætt er við Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóra aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, sem telur líklegt að land hafi tekið að rísa strax í gær. Landsig hafi mælst samfara innskotinu sem varð. Þetta eldgos muni ekki stöðva landrisið frekar en fyrri gos. 

Einnig er rætt við Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, um atburðarás gærdagsins. Segir hann síðustu þrjú eldgos vera mjög svo keimlík, en eina muninn nú og í eldsumbrotunum 18. desember vera að nú hafi hraunstraumurinn farið í vestur.

Virknin getur færst í austur

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur ræðir um atburðarásina undanfarin fjögur ár, en hann tekur upphafið til desember 2019. Páll veltir einnig upp fleiri sviðsmyndum, meðal annars þeirri að virknin færi sig til austurs í Brennisteinsfjöll. 

Þá er rætt við Christo du Plessis, framkvæmdastjóra Matorku, sem segir að fiskeldisstöðinni virðist ætlað að treysta á varaaflstöðvar. Rafmagn var tekið af Matorku í gær því hraun rann undir raflínurnar.

Ítarlega umfjöllun um eldgosið má lesa í blaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka