Karl Steinar: „Rétt að stíga inn í þetta“

Sveinn Andri Sveinsson, Sindri Snær Bigisson, Einar Oddur Sigurðsson og …
Sveinn Andri Sveinsson, Sindri Snær Bigisson, Einar Oddur Sigurðsson og Ísidór Nathansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn ör­ygg­is- og grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, var fyrst­ur til að bera vitni í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í aðalmeðferð hryðju­verka­máls­ins svo­kallaða í dag.

Karl Stein­ar var í for­svari á upp­lýs­inga­fundi sem rík­is­lög­reglu­stjóri hélt í 22. sept­em­ber árið 2022 vegna máls­ins.

Skýrslu­tök­ur fóru fram í gær yfir sak­born­ing­un­um tveim­ur, Sindra Snæ Birg­is­syni og Ísi­dóri Nathans­syni. Þeir játa báðir að hluta vopna­laga­brot en neita sök er kem­ur að und­ir­bún­ingi hryðju­verka. Ein­ung­is Sindri var viðstadd­ur dómþing í dag.

Karl Stein­ar byrjaði á að fara yfir aðdrag­anda hand­töku sak­born­ing­anna.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra.
Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn ör­ygg­is- og grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Heilsuðust að nas­ista sið

Að kvöldi 20. sept­em­ber var haft sam­band við Karl Stein­ar en hann starfaði þá sem yf­ir­lög­regluþjónn ör­ygg­is- og grein­ing­ar­deild­ar hjá rík­is­lög­reglu­stjóra. Á þeim tíma­punkti hafði lög­regla kom­ist inn í síma Sindra en hann hafði verið hand­tek­inn nokkr­um dög­um áður og lát­inn laus.

Karl Stein­ar sagðist hafa átt sam­tal við Grím Gríms­son, yf­ir­mann miðlægr­ar deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, og í kjöl­farið óskað eft­ir heim­ild Héraðsdóms Reykja­vík­ur til að fá ákveðin þving­unar­úr­ræði. Sú heim­ild fólst meðal ann­ars í því að fylgj­ast með sak­born­ing­un­um og hlera síma þeirra yfir viku­tíma­bil.

Aðgerðin hófst snemma dags 21. sept­em­ber og nefndi Karl Stein­ar að á þeim tíma hefðu rann­sak­end­ur ekki vitað hvar Ísi­dór bjó.

Fylgst var með Sindra er hann hitti Ísi­dór þar sem þeir „heils­ast að nas­ista sið“, eins og Karl Stein­ar orðaði það.

Frá upplýsingafundi er ríkislögreglustjóri lýsti sig vanhæfanní málinu í lok …
Frá upp­lýs­inga­fundi er rík­is­lög­reglu­stjóri lýsti sig van­hæf­anní mál­inu í lok sept­em­ber árið 2022. Grím Gríms­son má sjá til vinstri. mbl.is/​Arnþór

Vissu að það væri fylgst með þeim

Hann sagði það hafa verið snemma ljóst að Sindri og Ísi­dór vissu að verið væri að fylgj­ast með þeim. Á sama tíma fundu rann­sak­end­ur fleiri gögn í síma Sindra, meðal ann­ars fjölda mynda af vopn­um.

Þá hleruðu rann­sak­end­ur sím­tal í síma Ísi­dórs þar sem hann fékk að vita að það væri verið að fylgj­ast með þeim.

Karl Stein­ar sagði þá að hann hefði tekið þá ákvörðun að hand­taka tví­menn­ing­anna stuttu eft­ir há­degi 21. sept­em­ber. 

Sindri Snær og Ísidór.
Sindri Snær og Ísi­dór. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Rétt að stíga inn í

Verj­end­ur spurði báðir Karl Stein­ar ít­rekað út í það hvort lög­regl­an hefði í raun talið að hryðju­verk væru yf­ir­vof­andi.

Sveinn Andri minnt­ist á blaðamanna­fund rík­is­lög­reglu­stjóra 22. sept­em­ber eft­ir hand­tök­una. Hann spurði hvort rann­sak­end­ur vissu um hvers kon­ar hryðju­verka­ógn væri að ræða.

Karl Stein­ar sagði að í skila­boðum þeirra fé­laga hefði verið talað um að gera fólki mein, meðal ann­ars í Gleðigöng­unni. Karl Stein­ar sagðist enn vera þeirr­ar skoðunar að það hefði verið „rétt að stíga inn í þetta“.

Hann sagði að í verklags­regl­um lög­reglu væri kveðið á um grípa fljótt inn í.

Rann­sókn­ar­hags­mun­ir leiddu

Sveinn Andri spurði hvort að yf­ir­vof­andi hætta hefði rétt­lætt hand­tök­una. „Var það til af­stýra hættu?“ spurði hann. Karl Stein­ar sagði að fyrst og fremst hefði verið um rann­sókn­ar­hags­muni að ræða. Þá nefndi hann að það ætti ekki að gefa af­slætti á ör­yggi al­mennra borg­ara.

Karl Stein­ar sagði að auðvitað hefði verið gripið fljótt inn í þar sem dóms­úrsk­urður­inn gat til um viku tíma. Hann sagði þó það hafa verið mik­il­vægt að finna vopn­in sem sáust á mynd­un­um í síma Sindra.

Karl Stein­ar sagði úr­slitaþátt­inn vera að tví­menn­ing­arn­ir vissu að lög­regla væri að fylgj­ast með þeim.

Run­ólf­ur ákvað viðbúnaðarstigið

Karl Stein­ar sagði að Run­ólf­ur Þór­halls­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, hefði ákveðið að hækka viðbúnaðarstig lög­reglu vegna hryðju­verka eft­ir að tví­menn­ing­arn­ir voru látn­ir laus­ir en að ákvörðunin hefði verið bor­in und­ir hann.

Verj­end­ur spurðu hvort að ákvörðun dóm­ara um sak­fell­ingu sak­born­ing­anna hefði áhrif á ákvörðun þess efn­is að viðbúnaðarstigið yrði lækkað.

„Nei, það hef­ur auðvitað áhrif,“ svaraði Karl Stein­ar. Spurður nán­ar út í hvaða áhrif það væru sagðist Karl Stein­ar ekki treysta sér til að svara því.

Frá upplýsingafundinum 22. september.
Frá upp­lýs­inga­fund­in­um 22. sept­em­ber. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Leituðu til Europol sama dag

Karl Stein­ar sagði að rík­is­lög­reglu­stjóri hefði ekki verið kom­inn langt í rann­sókn máls­ins er það fór frá borði rík­is­lög­reglu­stjóra sök­um van­hæf­is.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hefði leitað til hryðju­verka­deild­ar Europol síðdeg­is 22. sept­em­ber þar sem embættið hefði ekki mikla reynslu á rann­sókn á mál­um sem þess­um.

Hann sagði þó að lög­regl­an hefði tekið þátt í fjölda at­vika í Evr­ópu og víðar er kem­ur að hryðju­verka­ógn. „Það er leiðarljósið sem við höf­um haft,“ sagði hann spurður hvort að leiðsögn Europol hefði verið leiðarljósið í rann­sókn­inni.

Ábyrgðarleysi að grípa ekki til aðgerða

Sveinn Andri spurði aft­ur hvort að rík­is­lög­reglu­stjóri hefði oftúlkað hryðju­verka­ógn­ina og svaraði Karl Stein­ar: „[Ég] treysti mér nú ekki til að segja til um það.“

Karl Stein­ar sagði að það hefði verið ábyrgðal­eysi, hefði ekki verið gripið til aðgerða.

Í til­kynn­ingu rík­is­lög­reglu­stjóra til fjöl­miðla eft­ir að tví­menn­ing­arn­ir voru hand­tekn­ir sagði að þeir hefðu verið tald­ir vopnaðir og hættu­leg­ir um­hverfi. Karl Stein­ar viður­kenndi að þeir hefðu ekki verið vopnaðir þegar þeir voru hand­tekn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert