Landris líklega hafið að nýju

Þetta eldgos mun ólíklega stöðva landrisið.
Þetta eldgos mun ólíklega stöðva landrisið. mbl.is/Árni Sæberg

Ljóst er að land seig í Svartsengi þegar gosið hófst í gærmorgun. Nú er það líklega aftur farið að rísa.

Þetta segir jarðeðlisfræðingurinn Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands.

Rúmmálið besta vísbendingin

„Við sáum skýr merki um landsig í Svartsengi samfara innskotinu. Hvort land sé farið að rísa aftur er aðeins of snemmt að segja, en mér finnst það mjög líklegt. Fyrri gos hafa ekkert stoppað landrisið. Það bara heldur áfram,“ segir Benedikt við Morgunblaðið. 

Svipaður tími, um þrjár vikur, leið á milli gosanna 18. desember og 14 janúar og á milli síðarnefnda goss og þess sem hófst í gær.

Er hægt að spá öðru gosi eftir þrjár vikur?

„Það liggur við,“ svarar Benedikt. „Sjáum fyrst hver hraðinn á landrisinu er. Besta vísbendingin er líka rúmmálsmatið, sem gefur okkur hugmynd um hvenær rúmmálið er aftur komið í svipaða stöðu.“

Nánari umfjöllun um eldgosið er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert