Millilandaflugið samkvæmt áætlun

Farþegar á Keflavíkurflugvelli fengu góða sýn á gosið í gærmorgun,
Farþegar á Keflavíkurflugvelli fengu góða sýn á gosið í gærmorgun, Ljósmynd/Ólafur Már Svavarsson

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allt millilandaflug hafi verið samkvæmt áætlun í morgun.

Isavia fór strax í aðgerðir í gær eftir að heitavatnslaust varð á Reykjanesi þegar Njarðvíkuræðin fór í sundur. Slökkt var á snjóbræðslu og loftræstikerfum í flugstöðinni í mótvægisaðgerðum við heitavatnsleysinu. Ekki er varaleið til að kynda heitt vatn inn á hitaveitukerfi á flugvellinum.

Guðjón segir við mbl.is að hann viti ekki til þess að nein vandræði hafi skapast í flugstöðinni sökum vatnsleysisins en unnið var að því í gær að koma upp rafmagnshitablásurum til að halda lágmarkshita á farþegasvæðum og nánasta umhverfi þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert