Rafmagnslaust í Reykjanesbæ

Rafmagnslaust hefur orðið víða á Reykjanesskaganum í kvöld, helst eftir …
Rafmagnslaust hefur orðið víða á Reykjanesskaganum í kvöld, helst eftir klukkan 19. mbl.is/Árni Sæberg

Rafmagnslaust er í hluta Reykjanesbæjar. Fór rafmagn af Innri-Njarðvík nú um klukkan hálf átta í kvöld. 

Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta og markaðsstjóri HS Veitna, segir að álag á kerfið skýri rafmagnsleysið. Rafmagn hafi farið víða af í sveitarfélögunum á öllum Reykjanesskaga nú eftir klukkan 19 í kvöld. 

„Fólk virðist aðeins vera að gleyma sér,“ segir Sigrún Inga í samtali við mbl.is. 

HS Veitur biðla til íbúa á svæðinu að slökkva á rafmagnsofnum á meðan eldamennsku stendur til að spara rafmagn. Þannig megi koma í veg fyrir of mikið álag á kerfið. 

Þá er einnig gríðarlega mikilvægt að fólk hlaði ekki rafmagnsbíla heima fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert