Sakfelldur fyrir fjórar nauðganir og kynferðisbrot gegn börnum

Í dómnum segir að alvarlegustu brotin hafi beinst að ólögráða …
Í dómnum segir að alvarlegustu brotin hafi beinst að ólögráða stúlkubörnum á viðkvæmum aldri og brotin hafi verið til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar á sálarlíf stúlknanna, eins og ráða megi af framburði þeirra sjálfra fyrir dómi og vottorðum sálfræðinga sem lögð hafa verið fram í málinu. Ljósmynd/Colourbox

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt Theo­dór Pál Theo­dórs­son í sjö ára fang­elsi fyr­ir nauðgan­ir og kyn­ferðis­brot gegn barni yngra en 15 ára, fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni gegn barni, fyr­ir kaup á vændi og fyr­ir að hafa í vörsl­um sín­um mynd­efni sem sýndi börn nak­in og á kyn­ferðis­leg­an máta.

Theo­dór. sem er þrítug­ur, er jafn­framt dæmd­ur til að greiða tveim­ur ung­lings­stúlk­um sam­tals sex millj­ón­ir kr. í miska­bæt­ur. 

Nauðgan­ir, barn­aníðsefni og vændis­kaup

Héraðssak­sókn­ari ákærði Theo­dór í októ­ber í fyrra fyr­ir ýmis brot, en ákær­an er í fjór­um liðum. Hann var m.a. ákærður fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni gegn barni eft­ir að hafa mælt sér mót við stúlku á sam­skiptamiðlin­um Snapchat í júlí í fyrra. Hann kyssti hana tungu­kossi og káfaði á brjóst­um henn­ar innan­k­læða auk þess sem hann reyndi að snerta kyn­færi henn­ar. Theo­dór af­henti svo stúlk­unni 10.000 kr. og vod­ka­flösku fyr­ir at­hæfið. 

Hann var einnig ákærður fyr­ir nauðgun og kyn­ferðis­brot gegn barni með því að hafa mælt sér mót við sömu stúlku síðar í júlí í fyrra. Seg­ir í ákæru að hann hafi í krafti yf­ir­burðastöðu sinn­ar vegna ald­urs- og þroskamun­ar látið hana eiga við sig munn­mök. Í kjöl­farið lagðist hann ofan á hana og hafði við hana sam­ræði. Af­henti Theo­dór henni 150.000 kr. fyr­ir at­hæfið. 

Þá var hann ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn öðru barni. Hann hafði sam­ræði við stúlk­una í tvígang í krafti yf­ir­burðastöðu sinn­ar eft­ir að hafa sótt stúlk­una úr ung­linga­vinn­unni í júlí í fyrra. Hann af­henti henni sam­tals 100.000 kr. og hálfa gin­flösku. 

Í þriðja hluta ákær­unn­ar er fjallað um vændis­kaup, en hann var sakaður um kyn­ferðis­brot með því að hafa í þrjú skipti frá 26. maí til 20. júlí greitt konu sam­tals 78.000 kr. fyr­ir vændi. Þá var hann kærður fyr­ir að hafa greitt ann­arri konu 35.000 kr. fyr­ir vændi á óþekktu hót­eli í Reykja­vík. Loks var hann ákærður fyr­ir að hafa keypt vændi af þriðju kon­unni í að minnsta kosti fimm skipti og greitt henni sam­tals 125.000 kr. 

Í fjórða lið ákær­unn­ar er hann ákærður fyr­ir að hafa haft í vörsl­um sín­um hátt í 800 ljós­mynd­ir og 98 hreyfi­mynd­ir sem sýna börn á kyn­ferðis­leg­an hátt.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að Theodór hafi verið handtekinn …
Fram kem­ur í dómi héraðsdóms að Theo­dór hafi verið hand­tek­inn 30. júlí í fyrra þar sem hann var í vinnu úti á landi. Hald var lagt á farsíma hans og far­tölvu, sem og á bif­reið í eigu sam­býl­is­konu hans. Þá var hús­leit gerð á heim­ili þeirra. mbl.is/​Eggert

Móðir annarr­ar stúlk­unn­ar komst á snoðir um málið

Fram kem­ur í dómi héraðsdóms, sem féll 12. janú­ar en var birt­ur í gær, að upp­haf máls­ins megi rekja til þess að móður brotaþol­ans A, sem fjallað er um í fyrsta ákæru­liðnum, hafi borist upp­lýs­ing­ar um það frá mæðrum tveggja vin­kvenna henn­ar að hún hefði rætt við vin­kon­ur sín­ar um áfengi og eitt­hvað kyn­ferðis­legt í síma.

„Fékk móðir A eft­ir það nán­ari upp­lýs­ing­ar og fann í kjöl­far þess, nán­ar til­tekið laug­ar­dag­inn 29. júlí 2023, pen­inga í fór­um henn­ar. Fór A í fram­haldi af því á bráðamót­töku á Lands­spít­al­an­um. Greindi hún lækni þar frá því að henni hefði verið nauðgað af manni sem hún hefði hitt miðviku­dag­inn þar á und­an, 26. júlí 2023. Haft var sam­band við Barna­vernd Reykja­vík­ur, sem hafði sam­band við lög­reglu. Lög­regla ræddi við stúlk­una og hóf í fram­haldi af því rann­sókn máls­ins,“ seg­ir í dómn­um. 

Neitaði að hafa brotið gegn stúlk­un­um en viður­kenndi kaup á vændi

Theo­dór neitaði að hafa brotið kyn­ferðis­lega gegn stúlk­un­um sem greint er frá í ákæru­liðum eitt og tvö. 

Hann játaði aft­ur á móti að hafa keypt vændi af konu í þrjú skipti frá 26. maí til 20. júlí í fyrra. Hann vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hinar kon­urn­ar sem hann var einnig sakaður um að hafa keypt vændi af. 

Loks neitaði hann sök varðandi mynd­efnið sem fund­ust í vörsl­um hans. „Ákærði kvaðst hafa skoðað klám á venju­leg­um vefsíðum, bæði í síma og tölvu, en aldrei hlaðið niður slíku efni. Hann vildi auk þess ekki kann­ast við mynd­ir sem sýndu börn á kyn­ferðis­leg­an hátt eða að hafa haft slíkt efni í fór­um sín­um,“ seg­ir í dómi héraðsdóms. 

Héraðssaksóknari ákærði Theodór í október í fyrra.
Héraðssak­sókn­ari ákærði Theo­dór í októ­ber í fyrra. mbl.is/​​Hari

Framb­urður Theo­dórs reik­ull og breyti­leg­ur

Þá kem­ur fram, að framb­urður Theo­dórs í mál­inu hafi verið breyti­leg­ur og reik­ull að mörgu leyti, jafn­vel þótt hann hafi verið staðfast­ur varðandi það að ekk­ert kyn­ferðis­legt hafi átt sér stað á milli hans og stúlkn­anna A og B. Hann hafði meðal ann­ars breytt framb­urði sín­um varðandi það hvort hann hefði hitt stúlk­urn­ar og hvort þær hefðu komið inn í bif­reið hans. Þá hef­ur Theo­dór gjarn­an valið að neita að tjá sig er bor­in hafa verið und­ir hann gögn sem ekki þykja sam­rýmast frá­sögn hans eða gögn sem þykja styðja frá­sögn brotaþola í mál­inu. 

Al­var­leg­ustu brot­in beind­ust að ólögráða stúlk­um

Héraðsdóm­ur sak­felldi Theo­dór fyr­ir fjór­ar nauðgan­ir og kyn­ferðis­brot gegn börn­um, sem og fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni gegn barni, auk fleiri kyn­ferðis­brota og brota gegn ákvæðum barna­vernd­ar­laga og áfeng­islaga.

Í dómn­um seg­ir að al­var­leg­ustu brot­in hafi beinst að ólögráða stúlku­börn­um á viðkvæm­um aldri og brot­in hafi verið til þess fall­in að hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar á sál­ar­líf stúlkn­anna, eins og ráða megi af framb­urði þeirra sjálfra fyr­ir dómi og vott­orðum sál­fræðinga sem lögð hafa verið fram í mál­inu. Þá seg­ir að það megi sömu­leiðis ætla að af­leiðing­ar brot­anna hafi ekki að öllu leyti komið fram enn, þar sem stúlk­urn­ar séu enn ung­ar að aldri. 

Skeytti engu um hags­muni stúlkn­anna

Einnig seg­ir að Theo­dór hafi nýtt sér yf­ir­burðaaðstöðu sína vegna ald­urs- og þroskamun­ar til að koma fram vilja sín­um gagn­vart stúlk­un­um.

„Lét ákærði sér í léttu rúmi liggja hvaða af­leiðing­ar brot hans myndu hafa fyr­ir stúlk­urn­ar og hvaða áhrif þau myndu hafa á sál­ar­líf þeirra og heilsu. Skeytti hann þannig engu um mik­il­væga hags­muni stúlkn­anna. Þá var um fjöl­mörg brot að ræða sem beind­ust gegn mörg­um brotaþolum. Ásetn­ing­ur ákærða til brot­anna var sömu­leiðis sterk­ur.“

Ung­lings­stúlk­urn­ar hljóta hvor um sig þrjár millj­ón­ir kr. í miska­bæt­ur, að því er seg­ir í dómsorði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert