Vegna eldgossins sem hófst á Reykjanesskaganum i gær eru vegfarendur beðnir um að stoppa ekki á Reykjanesbraut.
Neyðarstig er í gildi í Grindavík og er öll umferð bönnuð. Á umferðin.is kemur fram að um sé að ræða Grindavíkurveg, Suðurstrandarveg vestan Krísuvíkurgatnamóta og Nesveg.
Vetrarþjónustu á lokuðum vegum á Suðurnesjum er sinnt í samráði við almannavarnir. Nánari upplýsingar um færð og ástand á lokuðum vegum er hægt að nálgast í gegnum 1777.