Vinna hefur staðið yfir í alla nót að tengja nýja heitavatnslögn á þeim kafla sem hraunflæðið skemmdi heitavatnslögnina frá Svartsengi til Fitja um hádegisbilið í gær.
Vonir standa til að þeirri vinnu ljúki í dag, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna. Takist að tengja lögnina í dag má vænta þess að heitt vatn berist til húsa á Suðurnesjum á morgun eða á síðasta lagi á sunnudaginn.
„Það var vinna í alla nótt við tengja heitavatnslögnina og svo hefur einnig verið í gangi vinna við vegagerð, það er að segja flóttaveg þarna við hraunið,“ segir Hjördís við mbl.is.
Hjördís segir við mbl.is að tekist hafi að tryggja hita á hjúkrunarheimilum á Suðurnesjum með hitablásurum. Almannavarnir náðu að afhenta aðgerðarstjórninni á Suðurnesjum um 100 hitablásara í gær sem fóru strax í notkun. Hjördís segir að búið hafi verið að panta mikið magn af hitablásurum sem séu væntanlegir til landsins í dag.