Varnargarðar við Reykjanesbraut ein sviðsmynd

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir áætlanir um viðbrögð til að verja Reykjanesbraut vera til staðar ef upp kæmi sú staða að hraun myndi ógna brautinni. 

„Það eru til sviðsmyndir ef hraunflæði myndi ná að Reykjanesbraut og yfir hana,“ segir Guðrún.

Ekki gosið á norðurhluta Reykjanesskaga

Hún bætir við að það hefur ekki gosið á norðurhluta Reykjanesskaga í jarðsögunni, þó þar hafi runnið hraun.

„Þannig að ef svo færi að við myndum sjá fram á það að hraunflæði myndi stefna Reykjanesbrautinni í hættu, þá gerum við ráð fyrir því að við munum hafa tíma til þess að koma upp vörnum eins og varnargörðum og öðru.“

Að lokum segir hún að það séu einnig til hugmyndir um annars konar mannvirki ef að sú staða myndi koma upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert