Vonast til að hleypa vatni á lögnina í kvöld

Heitavatnslaust varð á Suðurnesjum í gær eftir að hraunið frá …
Heitavatnslaust varð á Suðurnesjum í gær eftir að hraunið frá eldgosinu við Sundhnúkagíga fór yfir lögnina frá Svartsengi inn í Reykjanesbæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurnesjum segir að það sé verið að vinna í að tengja lögnina sem skemmdist í gær og að sú vinna gangi vel.

„Það má búast við að þeirri vinnu ljúki síðar í dag og komi ekkert óvænt upp þá verður byrjað að hleypa vatni á lögnina í kvöld. Vatni verður hleypt mjög hægt á til að byrja með til að koma í veg fyrir að lögnin rifni en það má búast við því að hún sé löskuð á einhverjum stöðum,“ segir lögreglan í færslu á Facebook. 

Þá segir, að miðað við þetta þá megi búast við því að hiti fari að komast á hús á sunnudag og jafnvel seint á sunnudagskvöldið.

Lögreglan hrósar íbúum Suðurnesja fyrir að stilla álagi á kerfin …
Lögreglan hrósar íbúum Suðurnesja fyrir að stilla álagi á kerfin í hóf og eru íbúar hvattir til að halda áfram að fara sparlega með rafmagnið. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við ætlum líka að nota þetta tækifæri og hrósa íbúum Suðurnesja fyrir að stilla álagi á kerfin í hóf og hvetjum íbúa til að halda áfram að fara sparlega með rafmagnið og minnum fólk á að huga að nágrannanum og þeim sem eru jafnvel ekki í þeirri stöðu að eiga ekki aðgang að rafmagnshitatækjum. Við tæklum þetta í sameiningu og vonum að hiti komist á hjá okkur sem fyrst, en það er ljóst að allir eru að gera sitt besta, hvort sem það eru iðnaðarmenn að störfum á hamfarasvæðinu eða íbúar Suðurnesja,“ segir lögreglan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert