Engin merki sjást um gosvirkni milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Formlegum goslokum hefur þó ekki verið lýst yfir.
Tvö gosop voru virk í gærmorgun en engin kvikustrókavirkni hefur sést á vefmyndavélum síðan þá.
Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Þá verður ekki lengur vart við gosóróa, en mjög lítil skjálftavirkni hefur verið við gosstöðvarnar frá miðnætti.