Fulltrúar ráðuneytisins á leið til Kaíró

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru á leið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til þess að kanna þar aðstæður og funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra erlendra ríkja. 

Rúv greinir frá þessu. 

Mótmælendur hafa reglulega safn­ast sam­an fyr­ir fram­an Alþing­is­húsið og ráðherra­bú­staðinn til þess að hvetja stjórn­völd til að leggja allt kapp á að að tryggja brott­för þeirra ein­stak­linga, sem fengið hafa dval­ar­leyfi á Íslandi á grund­velli laga um sam­ein­ingu fjöl­skyldna, frá Gasa. 

Þá var greint frá því í vikunni að þrjár ís­lensk­ar kon­ur, sem eru stadd­ar í Kaíró, hef­ur þegar tek­ist að aðstoða tvær fjöl­skyldur í að komast yfir landa­mær­in frá Gasasvæðinu til Egyptalands. Í frétt Rúv segir að önnur fjölskyldan er þegar komin til Íslands. 

Þótti mörg­um það skjóta skökku við að þrír óbreytt­ir borg­ar­ar gætu áorkað slíkt á skömm­um tíma í ljósi þess að rík­is­stjórn­in og ut­an­rík­is­ráðherra, Bjarni Bene­dikts­son, hafi ít­rekað lýst aðgerðinni sem flók­inni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert