Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru á leið til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til þess að kanna þar aðstæður og funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra erlendra ríkja.
Rúv greinir frá þessu.
Mótmælendur hafa reglulega safnast saman fyrir framan Alþingishúsið og ráðherrabústaðinn til þess að hvetja stjórnvöld til að leggja allt kapp á að að tryggja brottför þeirra einstaklinga, sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um sameiningu fjölskyldna, frá Gasa.
Þá var greint frá því í vikunni að þrjár íslenskar konur, sem eru staddar í Kaíró, hefur þegar tekist að aðstoða tvær fjölskyldur í að komast yfir landamærin frá Gasasvæðinu til Egyptalands. Í frétt Rúv segir að önnur fjölskyldan er þegar komin til Íslands.
Þótti mörgum það skjóta skökku við að þrír óbreyttir borgarar gætu áorkað slíkt á skömmum tíma í ljósi þess að ríkisstjórnin og utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafi ítrekað lýst aðgerðinni sem flókinni.