Mótmælendur hindruðu innkeyrslur lögreglu

Fjöldi mótmælenda hindruðu innkeyrslur á lögreglustöðinni við Hlemm síðdegis í dag. 

Þrír Palestínumenn sem höfðu fengið synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi, hjón og fullorðinn sonur þeirra, voru teknir höndum í morgun til að hægt væri að vísa þeim úr landi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

Fólkið hefur fengið umsókn sína um alþjóðlega vernd í Grikklandi samþykkta. Fjölskyldunni verður fylgt til Grikklands á morgun.

Fjölskyldan hefur búið á Íslandi í um eitt til tvö ár, að sögn aðgerðarsinnans Asks Hrafns Hannessonar. Askur sagði við mbl.is í dag að lögreglan „braust inn“ á heimili fjölskyldunnar og hafi síðan tekið Palestínumennina höndum.

Ljósmynd/Aðsend

„Ekki sinnt tilkynningarskyldu“

Marín Þórsdóttir, upplýsingafulltrúi á stoðdeild ríkislögreglustjóra, segir að Palestínumönnunum verði fylgt úr landi á morgun.

„Þau hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu til lögreglu né viljað yfirgefa landið sjálfviljug og verður þeim fylgt úr landi á morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir í skriflegu svari Marínar við fyrirspurn mbl.is.

Mótmælt í tæpa fjóra tíma

Mótmælin stóðu yfir frá því kl. 13 í dag og síðdegis söfnuðust mótmælendur saman við báðar innkeyrslur lögreglustöðvarinnar við Hlemm. 

Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með afar stuttum fyrirvara en fleiri hundrað manns voru fyrir utan stöðina.

Annar hópur mótmælenda sem hugðist ganga samstöðugöngu frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli, ákvað einnig að slást með í hópinn.

Palestínumennirnir verða fluttir úr landi á morgun, að sögn lögreglu.
Palestínumennirnir verða fluttir úr landi á morgun, að sögn lögreglu. Ljósmynd/Aðsend
Mótmælendur hindra innkeyrslur á lögreglustöðinni við Hlemm.
Mótmælendur hindra innkeyrslur á lögreglustöðinni við Hlemm. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka