Rafmagn komið á öll svæði

Um klukkan ellefu í gærkvöld var rafmagn komið á öll …
Um klukkan ellefu í gærkvöld var rafmagn komið á öll svæði á ný. mbl.is/Árni Sæberg

Rafmagn er komið á öll svæði í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. Rafmagnslaust varð í gærkvöld vegna of mikils álags á rafdreifikerfið.

„Fólk virðist hafa gleymt sér á sumum svæðum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og í Vogum þar sem ekkert heitt vatn er um þessar mundir,“ segir í tilkynningunni.

Upp úr klukkan sjö í gærkvöld fór álag yfir þolmörk víðsvegar í hverfum með þeim afleiðingum að rafmagn fór að slá út og varð einnig rafmagnslaust í Innri-Njarðvík.

Fram kemur að vinnuflokkar HS Veitna hafi unnið að viðgerðum og um klukkan ellefu í gærkvöld var rafmagn komið á öll svæði á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert