Stór mótmæli fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm

„Það var palestínsk fjölskylda handtekin klukkan 7 í morgun og þrjú þeirra eru inni á löggustöðinni,“ segir aðgerðarsinninn Askur Hrafn Hannesson í samtali við mbl.is, en hann var einn margra sem mómæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm í dag.

Askur segir að lögreglan „braust inn“ á heimili fjölskyldunnar og hafi síðan tekið Palestínumennina höndum.

Vísa eigi fjölskyldunni á brott til Grikklands, þar sem hún hafi fengið samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd. Aðgerðarsinninn tekur aftur á móti fram að fjölskyldan hafi búið á Íslandi í um eitt til tvö ár.

Mótmælin skipulögðu No Borders.
Mótmælin skipulögðu No Borders. Ljósmynd/Aðsend

Samstöðuganga slóst með í hóp mótmælenda

Palestínumennirnir sem voru handteknir, að sögn aðgerðarsinnanna, eru maður, kona og fullorðinn sonur þeirra. 

Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með afar stuttum fyrirvara en Askur segir að fleiri en hundrað manns séu fyrir utan stöðina.

Mótmælendur sem hygðust ganga samstöðugöngu frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli, ákváðu einnig að slást með í hópinn

Mótmælendur sem hyggðust ganga samstöðugöngu frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli, ákváðu …
Mótmælendur sem hyggðust ganga samstöðugöngu frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli, ákváðu einnig að slást með í hópinn. Ljósmynd/Aðsend

Könnuðust ekki við handtökuna

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagðist ekki kannast við slíka handtöku þegar mbl.is hafði samband.

Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, sagðist heldur ekki kannast aðgerðina þegar haft var samband.

Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, kannaðist einnig ekki við handtökuna en benti á að slíkar aðgerðir væru almennt á borði lögreglu.

Frá mótmælunum við Hlemm.
Frá mótmælunum við Hlemm. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert