Ungmenni vopnuð exi og hníf

Einn var vopnaður exi og annar hníf.
Einn var vopnaður exi og annar hníf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla hafði tvisvar afskipti af hópum ungmenna í gærkvöldi vegna vopnaburðar, en einn var vopnaður exi og annar hníf.

Tilkynning barst um hópamyndun ungmenna fyrir utan verslun í austurborg Reykjavíkur þar sem einn var vopnaður exi. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem lagt var hald á vopnið.

Einstaklingurinn var frjáls ferða sinna eftir viðræður á lögreglustöð og var forráðamönnum og barnavernd gert viðvart um málið, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Lögðu hald á hnífinn

Þá var tilkynnt um hóp ungmenna í verslunarmiðstöð á ótilgreindum stað þar sem einn var vopnaður hníf. Lagt var hald á hnífinn og var einstaklingurinn sóttur af forráðamanni eftir viðræður, auk þess sem barnavernd var gert viðvart um málið.

Lögregla hafði einnig afskipti af ölvuðum ungmennum við verslun í austurborginni, en þau höfðu verið að stela sér til matar. Þeim var sleppt eftir viðræður og voru forráðamenn og barnavernd látin vita.

Þá var aftur tilkynnt um ungmenni við verslun í austurborginni, en þau eru sögð hafa verið að ráðast að fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert