Unnið allan sólarhringinn

Skemmdirnar eru miklar á hjáveitulögninni, sem gaf sig í nótt.
Skemmdirnar eru miklar á hjáveitulögninni, sem gaf sig í nótt. Ljósmynd/HS Orka

Framkvæmdir við nýja hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræð munu taka nokkra daga. Enn er ekki hægt að áætla verklok, að sögn upplýsingafulltrúa HS Orku.

„Þetta er nokkurra daga verkefni,“ segir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, í samtali við mbl.is en hjá­v­eitu­lögn meðfram Njarðvíkuræð gaf sig í nótt, með þeim af­leiðing­um að áfram er heita­vatns­laust á Suður­nesj­um.

Al­manna­varn­ir, HS Orka og viðbragðsaðilar undirbúa nýja hjá­v­eitu­lögn fyr­ir heitt vatn yfir nýja hraunið við Njarðvíkuræðina.

Umfangsmikil almannavarnaaðgerð

Birna tekur fram að unnið verði allan sólarhringinn. Nú sé verið að flytja jarðvegs- og lagnaefni á svæðið og hanna sjálfa lögnina en ekki er hægt að slá því föstu hvenær viðgerðunum verður lokið.

„Þetta er það umfangsmikil almannavarnaaðgerð að það á eftir að tímasetja mjög marga verkþætti,“ segir hún. Þá sé erfitt að segja til um hvenær framkvæmdir við sjálfa lögnina hefjast.

Vegagerð yfir hraunið er hafin.

Mikið kuldaveður er á Suðurnesjum og bæjarstjórar í landshlutanum mættu í dag á fund aðgerðarstjórnar almannavarna til þess að ræða næstu skref.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert