Lægð nálgast landið í kvöld

Lægð úr suðaustri nálgast landið í kvöld.
Lægð úr suðaustri nálgast landið í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Austanátt er í dag og víða kalt, en allhvasst eða hvasst með suðurströndinni. Dálítil él verður austantil, en þurrt og bjart um landið vestanvert.

Lægð úr suðaustri nálgast landið í kvöld og er spáð norðlægari átt og snjókomu austanlands. Hiti um eða undir frostmarki.

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Allhvassri norðaustanátt er spáð á morgun. Slydda eða snjókoma verður eystra og él norðvestanlands, en mjög lítil úrkoma á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar dálítið í bili.

Ákveðinni norðanátt er spáð á þriðjudag og léttir til sunnan heiða. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en styttir líklega upp síðdegis. Vægt frost.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert