Spámaður í eigin föðurlandi

Í janúar rann glóandi hraun inn í byggð á Íslandi …
Í janúar rann glóandi hraun inn í byggð á Íslandi í fyrsta skipti síðan á Heimaey í janúar 1973. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er óalgengt að heyra gárungana gera sér mat úr því að framtíðarspár jarðfræðinga séu ekki ýkja nákvæmar. Hafa þeir gaman af því þegar skekkjumörkin geta verið þúsund ár eða svo en jarðeldarnir eru nú ekki fyrirsjáanlegir til lengri tíma litið þótt skammtímaspár vísindamanna þjóðarinnar séu orðnar býsna góðar og stundum aðdáunarverðar.

Afar merkilegt er að lesa spádóma Jóns Jónssonar jarðfræðings í tímaritinu Vikunni fyrir nánast sextíu árum sléttum, í ljósi tíðinda síðustu mánaða, og er þá ekki fast að orði kveðið. Jón skrifar grein með fyrirsögninni Það má búast við gosi á Reykjanesi í Vikunni 13. febrúar árið 1964.

„Það er óhætt að slá því föstu, að alls engar líkur eru til þess að eldgosum sé að fullu og öllu hætt á Reykjanesi. Það verður þvert á móti að teljast í fyllsta máta líklegt að gos muni enn verða þar. Sé jafnframt litið á, hversu oft hefur gosið þar og hvað langt er liðið frá síðasta gosi, en það hefur líklega verið um 1340 er Ögmundarhraun brann, þá vaknar sú spurning hvort ekki muni nú líða að því að gos verði einhvers staðar á þessu svæði,“ skrifar Jón meðal annars í greininni.

Nánar í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert