Dansa til að halda á sér hita

Guðrún Erla Jóhannsdóttir og Tómas Hansson stíga dansspor í stofunni …
Guðrún Erla Jóhannsdóttir og Tómas Hansson stíga dansspor í stofunni heima til að halda á sér hita. mbl.is/Eyþór

Hjónin Guðrún Erla Jóhannsdóttir og Tómas Hansson stíga dansspor heima í stofunni til að halda á sér hita. Þau búa í Reykjanesbæ en þar hefur verið heitavatnslaust síðan á fimmtudag er Njarðvíkuræðin fór í sundur. 

„Við tökum bara danssporin. Það gerum við alveg hispurslaust. Það er alveg sama hvað maður er gamall, maður getur alltaf hreyft sig. Til þess hefur maður fæturnar,“ segir Guðrún Erla. 

Hjónin eru 81 árs og 83 ára og tóku saman fyrir tveimur árum síðan, en þau höfðu bæði misst fyrri maka sína. 

Dansinn léttir líka lundina.
Dansinn léttir líka lundina. mbl.is/Eyþór

Eru með tvo ofna

Guðrún Erla og Tómas reiða sig ekki bara á dansinn til að halda á sér hita heldur eru þau með tvo rafmagnsofna. „Við fengum einn hjá slökkviliðinu og svo átti ég einn,“ segir Tómas. 

„Um leið og það kemur kuldi, þá finn ég fyrir gigtinni. Svo kemur sumar og þá get ég hlaupið um víðan völl,“ segir Guðrún en mikil kuldatíð hefur verið á Reykjanesskaganum síðustu daga, einmitt þegar heitavatnslaust hefur verið. 

mbl.is/Eyþór

Bolludagurinn er í dag

Þegar Morgunblaðið leit við hjá hjónunum í gær höfðu þau nýlokið við að versla inn fyrir bolludaginn sem er einmitt í dag.

„Við eigum fullt af börnum og barnabörnum. Ég er meira að segja langalangamma. Ég held ég sé yngsta langalangaamma landsins. Hann var ekkert að fæðast, hann er kominn í skóla,“ segir Guðrún Erla hreykin og kannski verða barnabörnin svo heppin að fá bollur hjá ömmu og afa í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert