Gular viðvaranir víða í gildi

Vindaspá fyrir klukkan 8.00 í dag.
Vindaspá fyrir klukkan 8.00 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir vegna veðurs eru víða í gildi í dag. Lægð suðaustur af landinu veldur hvassri norðaustanátt með slyddu og snjókomu.

Það verður nroðaustan 12-23 m/s, hvassast í Öræfum. Það styttir upp á Suður- og Vesturlandi í dag.

Síðdegis má búast við norðaustan 10-18 m/s og verður hitastig um eða yfir frostmarki.

Á morgun má svo búast við norðan strekking, hvössum vinstrengjum við fjöll suðaustanlands. Þurrt verður sunnan heiða, annars snjókoma eða él. 

Seint á morgun léttist svo til um landið vestanvert og fer veður kólnandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert