Orkufrumvarp úr nefnd í febrúar

Lögfesta á forgang heimila og smærri fyrirtækja að raforku.
Lögfesta á forgang heimila og smærri fyrirtækja að raforku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum metið stöðuna þannig að við höfum meiri tíma til að bregðast við en við töldum fyrir jól. Atvinnuveganefnd er einhuga um að vanda vel til verka og við höfum fengið marga gesti aftur á fund nefndarinnar og farið í gegnum málið og ég á von á að við afgreiðum það síðar í mánuðinum,“ segir Óli Björn Kárason alþingismaður í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður um ástæður þess að frumvarp um raforkuöryggi, sem tekið var af dagskrá á síðasta fundardegi Alþingis fyrir jólahlé, hefði ekki verið lagt fram á þingi á nýjan leik. Sagt var frá því þegar frumvarpið var dregið til baka að áformað væri að leggja endurskoðaða útgáfu þess fram á Alþingi í janúar og stefnt að lögfestingu þess fyrir lok mánaðarins.

Óli Björn á sæti í atvinnuveganefnd og flutti málið fyrir hönd nefndarinnar á Alþingi fyrr í vetur.

Með lögfestingu frumvarpsins, sem kallað hefur verið neyðarfrumvarp, var ætlunin að tryggja að heimili og smærri fyrirtæki í landinu fengju rafmagn þótt til skerðingar á orkuafhendingu til stórnotenda kæmi. Slík skerðing hefur verið boðuð til stærstu raforkukaupendanna.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert