Ragnar nýr framkvæmdastjóra Vinstri grænna

Ragnar Auðun Árnason, nýr framkvæmdastjóri Vinstri grænna.
Ragnar Auðun Árnason, nýr framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Ljósmynd/Vinstri græn

Ragnar Auðun Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vinstri grænna.

Ragnar Auðun lauk meistaraprófi í evrópskum og norrænum fræðum frá Háskólanum í Helsinki árið 2022, en hann er jafnframt með bachelorgráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Ragnar er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Ragnar Auðun er fæddur árið 1994 og uppalinn í vesturbæ Reykjavíkur. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Íslands eftir útskrift 2022 til loka árs 2023.

Ragnar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í félagsmálum. Hann var meðal annars talsmaður Ungra vinstri grænna, sat í stjórn Vinstri grænna, var formaður Vinstri grænna í Reykjavík, stúdentaráðsfulltrúi í Stúdentaráði HÍ (SHÍ), lánasjóðsfulltrúi SHÍ og varaforseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert