Skertar útsvarstekjur áhyggjuefni

Fyrir liggja drög að lagafrumvarpi þar sem Grindvíkingum er gefinn …
Fyrir liggja drög að lagafrumvarpi þar sem Grindvíkingum er gefinn kostur á að ríkið leysi íbúðarhúsnæði þeirra til sín, en fjölmargir hafa kallað eftir slíku úrræði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áhyggjuefni er ef fjölmenni flytur lögheimili sitt frá Grindavík, þar sem þá verður bærinn af þeim útsvarstekjum sem ella myndu falla bæjarsjóði í skaut.

Margir hafa þó skráð aðsetur sitt annars staðar en í bænum, en haldið lögheimilisskráningu sinni þar, og mun því bærinn njóta skatttekna þeirra áfram. Þetta segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við Morgunblaðið.

Fyrir liggja drög að lagafrumvarpi þar sem Grindvíkingum er gefinn kostur á að ríkið leysi íbúðarhúsnæði þeirra til sín, en fjölmargir hafa kallað eftir slíku úrræði.

Kurr er meðal atvinnurekenda í bænum vegna þeirra ströngu takmarkana um aðgang að bænum sem í gildi eru og einnig vegna þess að lítt sé horft til fyrirtækjanna hvað varðar stuðning í þeirri erfiðu stöðu sem uppi er. 

Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka