Ákvörðunin undir háskólunum komin

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Óttar

Með því að bjóða sjálf­stætt starf­andi há­skól­um lands­ins óskert fjár­fram­lög frá rík­inu gegn af­námi skóla­gjalda vill Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, stuðla að val­frelsi ásamt því að styðja við ólík rekstr­ar­form í mennta­kerf­inu.

Þetta seg­ir Áslaug Arna í sam­tali við mbl.is.

Í hönd­um hvers há­skóla að taka ákvörðun

„Ég legg það til við sjálf­stætt starf­andi há­skól­ana að þeir geti þegið 75% op­in­bert fram­lag eða þegið 100% op­in­bert fram­lag og fellt niður skóla­gjöld. Ákvörðunin er und­ir há­skól­un­um kom­in en ég er að búa til þetta val fyr­ir skól­ana,“ seg­ir Áslaug.

Spurð út í aðdrag­anda ákvörðun­ar­inn­ar seg­ist Áslaug að und­an­förnu hafa gjör­breytt fjár­mögn­un­ar­kerfi há­skól­anna með nýju ár­ang­ur­s­tengdu fjár­mögn­un­ar­líkani. Þetta sé þó mál sem hún hafi haldið fyr­ir sjálfa sig á meðan hún hef­ur skoðað áhrif­in og kynnt sér ár­ang­ur mennta­kerfa Norður­land­anna.

„Þau bjóða öll upp á þessa til­hög­un og við sjá­um það að Norður­lönd­in ná bæði betri ár­angri en við í mennta­kerf­inu auk þess sem þau nýta sér einka­rekst­ur enn frek­ar en við til að bjóða upp á jöfn tæki­færi,“ seg­ir Áslaug og bæt­ir við:

Verra fyr­ir suma að þiggja heild­ar­fjármögn­un

Áslaug seg­ir það eiga eft­ir að koma end­an­lega í ljós hvaða há­skól­ar ákveði að þiggja 100% fjár­fram­lag frá rík­inu og fella sam­hliða niður skóla­gjöld. Hins veg­ar vissi hún til þess að Lista­há­skóli Íslands hygðist fara þá leið, en til­kynn­ing þess efn­is barst frá skól­an­um fyrr í dag.

Spurð á hvaða grund­velli skól­arn­ir myndu hafna heild­ar­fjármögn­un­inni seg­ir Áslaug suma há­skóla ein­fald­lega koma bet­ur úr úr því að taka skóla­gjöld í stað þess að þiggja heild­ar­fjármögn­un.

Því gætu ein­hverj­ir skól­ar viljað samþykkj til­hög­un­ina strax næsta haust, á meðan aðrir há­skól­ar taka sér hugs­an­lega lengri tíma til að taka ákvörðun­ina.

„Þeir gætu þá líka tekið ákvörðun um að fá áfram 75% fram­lag og taka þá skóla­gjöld. Ég er að bjóða upp á þetta val af því að ég tel að það get­ir styrkt heil­brigða sam­keppni á milli skól­anna, sem ég tel mik­il­vægt.“

Tæki­færi til að sækja fleiri nem­end­ur í há­skól­anna

Kem­ur þetta að ein­hverju leYti niður á op­in­beru há­skól­un­um?

„Við erum að fjár­magna þetta af fjár­mögn­un há­skól­anna fyr­ir næsta ár. Það er ekki hægt að segja að þetta komi mikið niður á há­skól­un­um, við höf­um verið að styrkja fjár­mögn­un há­skól­anna í heild sinni og þetta er part­ur af því,“ seg­ir Áslaug og bæt­ir við:

„Við erum að búa til hvata og ár­ang­ur­s­tengda fjár­mögn­un sem skil­ar sér auðvitað í því að skól­arn­ir geta sótt aukið fjár­magn með aukn­um ár­angri.“

Þá seg­ir Áslaug að sam­keppni há­skól­anna um nem­end­ur verði meiri auk þess sem í þessu fel­ist tæki­færi til að sækja fleiri nem­end­ur inn í há­skól­ana.

„Við sjá­um það að hér hef­ur þró­un­in verið í ranga átt hvað varðar fjölda drengja sem eru að út­skrif­ast úr há­skól­un­um, en hún er al­veg öfug við þróun Norður­land­anna því hvergi á Norður­lönd­un­um eru færri dreng­ir að út­skrif­ast úr há­skóla. Auk þess sem fleiri dreng­ir hér á landi eru óvirk­ir og kannski ein­ung­is með grunn­skóla­próf,“ seg­ir Áslaug og bæt­ir við:

„Það er auðvitað þannig að það skipt­ir miklu máli að mennta­kerfið okk­ar styðji við jöfn tæki­færi og það skipt­ir okk­ur höfuð máli að auka verðmæta­sköp­un í land­inu. Þá vant­ar okk­ur fleiri sér­fræðinga á ýms­um sviðum sem verða að stór­um hluta að koma úr há­skól­un­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka