Alvarlegt flugatvik komið á borð lögreglunnar

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Óttar

Atvikið þegar tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar á sunnudaginn og er flokkað sem alvarlegt flugatvik er komið til skoðunar hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum.

Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is, og segir að málið sé komið í ákveðið ferli hjá embættinu.

Flugvélarnar lentu á Keflavíkurflugvelli og eru þar ennþá en rannsóknarnefnd samgönguslysa er með málið til rannsóknar og hefur til að mynda tekið skýrslur af flugmönnunum tveimur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert