Hlaut fjögurra ára dóm fyrir hrottalega árás

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi en hann var ákærður fyrir hrotta­legt of­beldi gagn­vart fyrr­ver­andi kær­ustu sinni í skóglendi í ág­úst á síðasta ári.

Um óskilorðsbundið fangelsi er að ræða, en sakborningurinn var ekki á staðnum þegar dómurinn var kveðinn upp fyrir stundu. Til frádráttar dóminum kemur gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá því í september síðastliðnum.  

Ásgeir Þór Árnason, verjandi mannsins.
Ásgeir Þór Árnason, verjandi mannsins. mbl.is/Arnþór

Í gæsluvarðhaldsúrskurði kom fram að hann hafi ráðist að konunni og ítrekað sparkað í hana og þá sérstaklega í höfuðið en maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 4. september.

Þá hafi hann einnig reynt að kyrkja konuna og haldið henni með kyrkingataki þar sem hún var með höfuðið undir vatni í nærliggjandi læk. Telja má næst kraftaverki að gangandi vegfarandi hafi komi þar að, en við það hætti maðurinn barsmíðum og hljóp á brott.

Konan var nefbeins- og andlitsbrotin eftir árásina og með opið sár á höfði, marga marbletti á höfði, hálsi og víðar um líkamann. Í læknisvottorði sem lögreglan studdist við frá sérfræðilækni sagði jafnframt að talið sé að áverkar konunnar hafi verið í samræmið við ákverkasöguna um kyrkingar og höggin. Þá sagði jafnframt að slík ákverkalýsing gæti hafa verið lífshættuleg.

Þorbjörg Sveinsdóttir aðstoðarsaksóknari.
Þorbjörg Sveinsdóttir aðstoðarsaksóknari. mbl.is/Arnþór

Vitni sem átti leið eftir stíg í skóglendinu varð var við árásina og sagðist hafa séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Lýsti vitnið því að hafa séð manninn beygja sig niður að konunni og byrja að kyrkja hana og sagt: ,,Á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert