Hlaut fjögurra ára dóm fyrir hrottalega árás

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt karl­mann í fjög­urra ára fang­elsi en hann var ákærður fyr­ir hrotta­legt of­beldi gagn­vart fyrr­ver­andi kær­ustu sinni í skóg­lendi í ág­úst á síðasta ári.

Um óskil­orðsbundið fang­elsi er að ræða, en sak­born­ing­ur­inn var ekki á staðnum þegar dóm­ur­inn var kveðinn upp fyr­ir stundu. Til frá­drátt­ar dóm­in­um kem­ur gæslu­v­arðhald sem maður­inn hef­ur sætt frá því í sept­em­ber síðastliðnum.  

Ásgeir Þór Árnason, verjandi mannsins.
Ásgeir Þór Árna­son, verj­andi manns­ins. mbl.is/​Arnþór

Í gæslu­v­arðhalds­úrsk­urði kom fram að hann hafi ráðist að kon­unni og ít­rekað sparkað í hana og þá sér­stak­lega í höfuðið en maður­inn hef­ur sætt gæslu­v­arðhaldi síðan 4. sept­em­ber.

Þá hafi hann einnig reynt að kyrkja kon­una og haldið henni með kyrk­inga­taki þar sem hún var með höfuðið und­ir vatni í nær­liggj­andi læk. Telja má næst krafta­verki að gang­andi veg­far­andi hafi komi þar að, en við það hætti maður­inn bar­smíðum og hljóp á brott.

Kon­an var nef­beins- og and­lits­brot­in eft­ir árás­ina og með opið sár á höfði, marga mar­bletti á höfði, hálsi og víðar um lík­amann. Í lækn­is­vott­orði sem lög­regl­an studd­ist við frá sér­fræðilækni sagði jafn­framt að talið sé að áverk­ar kon­unn­ar hafi verið í sam­ræmið við ák­verka­sög­una um kyrk­ing­ar og högg­in. Þá sagði jafn­framt að slík ák­verka­lýs­ing gæti hafa verið lífs­hættu­leg.

Þorbjörg Sveinsdóttir aðstoðarsaksóknari.
Þor­björg Sveins­dótt­ir aðstoðarsak­sókn­ari. mbl.is/​Arnþór

Vitni sem átti leið eft­ir stíg í skóg­lend­inu varð var við árás­ina og sagðist hafa séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði henn­ar. Lýsti vitnið því að hafa séð mann­inn beygja sig niður að kon­unni og byrja að kyrkja hana og sagt: ,,Á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert