Hraðasta hraunflæðið til þessa

Mjög mikið hraunflæði var fyrstu klukkutímana í eldgosinu í síðustu …
Mjög mikið hraunflæði var fyrstu klukkutímana í eldgosinu í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í þeim sex eldgosum sem orðið hafa frá árinu 2021 virðist sem hraðasta hraunrennslið hafi verið í gosinu sem braust út 8. febrúar.

Á meðfylgjandi korti má sjá tölur yfir áætlað hraunrennsli í upphafi allra þessara jarðelda.

Samkvæmt þessum mælingum varð mesta hraunflæðið í síðasta gosi og hafði það miklar afleiðingar fyrir innviði, eins og frá hefur verið greint.

„Þetta er svipað magn og í gosinu í janúar en kom allt upp á yfirborðið. Í þessu gosi var mjög mikið flæði í nokkra klukkutíma og í rauninni til hádegis,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert