Loftskrúfa rakst í stél

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði hjá rannsóknarnefnd flugslysa, segir að vinstri loftskrúfa á annarri flugvélinni hafi rekist í hægri láréttan stélflöt á hinni þegar tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar á sunnudaginn.

Að sögn Ragnars er talið að flugvélarnar hafi verið í 12.000 feta hæð þegar þær rákust saman en það er óstaðfest.

„Við eigum eftir að greina ratsjárgögn,“ segir Ragnar við mbl.is. Hann segir að það eftir eigi að skoða hvort flugvélarnar hafi flogið í stjórnuðu loftrými eða ekki og hvort flugmennirnir hafi verið í blindflugi eða sjónflugi.

„Málið er bara í heild sinni til rannsóknar,“ segir Ragnar en vélunum var flogið til Keflavíkurflugvallar þar sem þær standa. Vélarnar eru ekki lofthæfar enda urðu þær báðar fyrir skemmdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert