Palestínumenn búsettir hér handteknir í Slóveníu

Lögregluþjónn í Slóveníu. Mynd úr safni.
Lögregluþjónn í Slóveníu. Mynd úr safni. AFP/Jure Makovec

Tveir Palestínumenn búsettir á Íslandi voru handteknir af lögreglunni í Slóveníu fyrir að smygla sjö hælisleitendum. Sæta Palestínumennirnir nú gæsluvarðhaldi í Slóveníu.

Átti atvikið sér stað klukkan 14.45 síðasta föstudag í smáþorpinu Studenec, skammt frá borginni Koper. Palestínumennirnir keyrðu um á Skoda-bifreið sem var með austurrískt bílnúmer.

Kom þá í ljós að í för með þeim voru fimm Sýrlendingar og tveir Egyptar.

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Báðir Palestínumennirnir eru búsettir á Íslandi, annar þeirra 48 ára gamall og hinn 38 ára gamall.

Komu þeir fyrir rannsóknardómara á laugardag sem úrskurðaði þá í gæsluvarðhald.

Staðarmiðill í Koper í Slóveníu greinir frá þessu í umfjöllun um störf lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert