Rangar ályktanir dregnar strax í upphafi

Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs.
Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson, verj­andi Ísi­dórs Nathans­son­ar, krefst sýknu af öll­um liðum ákæru á hend­ur Ísi­dóri. Til vara er kraf­ist væg­ustu refs­ing­ar.

Ísi­dór er ákærður fyr­ir vopna­laga­brot og hlut­deild í und­ir­bún­ingi hryðju­verka.

Ein­kennst af fyr­ir­frammótuðum hug­mynd­um

Karl Ingi Vil­bergs­son sak­sókn­ari lagði það í hend­ur dóm­ara í hryðju­verka­mál­inu að ákv­arða viður­lög við brot­um Ísi­dórs og meðákærða, Sindra Snæs Birg­is­son­ar.

Ein­ar Odd­ur var síðast­ur til að flytja mál sitt fyr­ir dóm­in­um á fjórða degi í aðalmeðferð máls­ins. Hann talaði hratt en yf­ir­vegað í tæpa klukku­stund.

Hann var sam­sinna Sveini Andra Sveins­syni, verj­anda Sindra Snæs Birg­is­son­ar, um að rann­sókn lög­reglu hefði ein­kennst af fyr­ir­frammótuðum hug­mynd­um um ásetn­ing og áætlan­ir, og að málið hefði því ekki verið rann­sakað til hlít­ar.

Ein­ar Odd­ur sagði að sjald­an hefði verið lagt eins mikið í lög­reglu­rann­sókn og þessa og nefndi að á ein­um tíma­punkti hefðu þrjú embætti verið að rann­saka málið. Því væri ótrú­legt að hún hefði ekki farið fram með betri hætti.

Verj­and­inn sagðist telja að hún yrði ef­laust rann­sókn­ar­efni í framtíðinni.

Einar Oddur og Sveinn Andri Sveinsson.
Ein­ar Odd­ur og Sveinn Andri Sveins­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Eng­in hætta á ferð

Ein­ar Odd­ur gagn­rýndi að Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra, hefði einn tekið ákvörðun um að hand­taka menn­ina vegna rann­sókn­ar­hags­muna.

Sama dag og þeir voru hand­tekn­ir, 21. sept­em­ber árið 2022, gaf rík­is­lög­reglu­stjóri út til­kynn­ingu þar sem sagði að hættu hefði verið af­stýrt.

Ein­ar Odd­ur sagði það vera skýrt að eng­in yf­ir­vof­andi hætta hefði verið til staðar.

Hann sagði að eft­ir blaðamanna­fund sem var hald­inn 22. sept­em­ber hefði al­menn­ing­ur verið skil­inn eft­ir með fleiri spurn­ing­ar en svör.

Ein­ar Odd­ur gagn­rýndi skýrsl­ur Europol sem lög­regl­an studd­ist við í mál­inu og taldi að Europol hefði oftúlkað málið. 

Þá sagði hann að allt hefði verið lagt út á versta veg í ákæru, bæði sam­skipta­gögn og net­gögn.

1.600 blaðsíður af sam­skipt­um

Ísi­dór er sakaður um að eiga hlut­deild í und­ir­bún­ingi hryðju­verka. Ein­ar Odd­ur sagði að til þess að verða sak­felld­ur fyr­ir þá hlut­deild yrði að liggja fyr­ir að Ísi­dór vissi um ráðagerðir Sindra í að fremja hryðju­verk og hefði sama mark­mið og Sindri. Slík­ar ráðagerðir hefðu ekki verið fyr­ir hendi.

Ísi­dór sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekki talið að Sindri ætlaði að fremja hryðju­verk.

Ein­ar Odd­ur sagði ekk­ert benda til ásetn­ings í verki og að rang­ar álykt­an­ir hefðu verið dregn­ar af sam­tali ákærðu.

Hann sagði Sindra og Ísi­dór ekki hafa átt í hót­un­un­um né verið með yf­ir­lýs­ing­ar um voðaverk í sam­skipt­um sín­um.

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson.
Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Útópísk­ar fant­así­ur

Ein­ar Odd­ur sagði að í sam­skipt­um tví­menn­ing­anna hefði legið aug­ljós kald­hæðni og út­ópísk­ar fant­así­ur. Hann sagði mik­il­vægt að lesa sam­skipt­in í heild til að meta þau, en þau eru yfir 1.600 blaðsíður í máls­gögn­um.

Hann sagði það vera veru­lega vafa­samt að telja net­grúsk hafa æðri til­gang og að í dag ætti fólk varla átt sam­töl án þess að „gúggla“ hitt og þetta.

Ein­ar Odd­ur sagði að sam­skipti tví­menn­ing­anna hefðu verið rituð með það að leiðarljósi að þau yrðu ekki gerð op­in­ber og því leyfðu þeir sér að tala með óvar­leg­um og ósmekk­leg­um hætti. Hann sagði að það skyldi vera í for­grunni að sam­skipt­in leiddu ekki til aðgerða.

Sak­born­ing­arn­ir hafa játað að þrívídd­ar­prenta vopn og sagði Ein­ar Odd­ur það skýrt að það hefði verið til tekju­öfl­un­ar, ekki til neins ann­ars. Sindri sagðist fyr­ir dómi hafa fengið greitt í fíkni­efn­um.

Ísi­dór „opin bók“

Ein­ar Odd­ur sagði að Ísi­dór hefði verið sem „opin bók“ í öllu mál­inu.

Hann hefði viður­kennt að hafa sankað að sér alls kon­ar efni og viður­kennt að hafa póli­tísk­ar skoðanir sem mörg­um þykir var­huga­verðar. Þær skoðanir hefðu ekki stig­magn­ast á ein­hverj­um tíma­punkti, líkt og lög­regla held­ur fram, og þá hefði Ísi­dór ekki reynt að hafa áhrif á skoðanir Sindra.

Aðalmeðferð í hryðju­verka­mál­inu lauk síðdeg­is og munu dóm­ar­arn­ir þrír nú taka málið til dóms.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert