Ríkið vill líka hluta af Grímsey: „Mjög einkennilegt“

Ríkið hefur gert kröfu um sirkað helming eyjunnar.
Ríkið hefur gert kröfu um sirkað helming eyjunnar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, brá heldur betur í brún þegar hún sá að ríkið vildi gera hluta af Grímsey að þjóðlendu. Fékk bæjarstjórn erindið í gær frá lögfræðistofunni Juris.

Kom þetta bæjarstjórn á óvart?

„Já, að sjálfsögðu kom þetta okkur á óvart,“ svara Ásthildur blaðamanni um hæl.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hef­ur fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins af­hent óbyggðanefnd kröf­ur um þjóðlend­ur á svæði 12 sem nefn­ist „eyj­ar og sker“ og tek­ur til landsvæða inn­an land­helg­inn­ar en utan meg­in­lands­ins.

Grímsey.
Grímsey. Kort/map.is

Um helmingur eyjunnar

Í kröfulýsingu ráðherra sem óbyggðanefnd birtir kemur fram að sá hluti Grímseyjar sem þjóðlendukrafa nær til afmarkast með eftirfarandi hætti:

Upphafspunktur er við sjó við Skegluungagjá (1). Þaðan eftir gjánni upp á brúnir við Köldugjá (2). Þaðan eftir brúnum til suðurs allt að merkjavörðu sem kölluð er Sandvíkurstrýta (3) og áfram eftir brúnum vestan Eiðastrýtu og Sveinagarðaaxlar og síðan beina stefnu til sjós við Grenivíkurtjarnir (4).

Þaðan norður eftir ströndinni um Grenivíkurbjarg, Sveinagarðabjarg, Miðgarðabjarg, Eiðabjarg, Borgabjarg, Sveinsstaðabjarg, Efri-Sandvíkurbjarg, Neðri-Sandvíkurbjarg og um Eyjarfót allt að upphafspunkti við Skegluungagjá.

Þetta er umtalsverður hluti af eyjunni, eða um helmingur.

Ásthlidur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthlidur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Finnst þetta mjög einkennilegt

„Hluti af Grímsey er í einkaeigu og við þurfum bara að skoða landamörkin og á hvaða forsendum ríkið er að gera þessa kröfu. Mér finnst þetta náttúrulega bara mjög einkennilegt,“ segir Ásthildur.

Hún segir að lögmenn séu að skoða hverjar forsendurnar séu fyrir þessari kröfu og undirbúi einnig andsvör.

„Svo munum við senda inn okkar afstöðu í þessu máli til ráðuneytisins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert