Rykið berst langar leiðir

Með réttum tækjum má spá fyrir um loftmengun næstu árin.
Með réttum tækjum má spá fyrir um loftmengun næstu árin.

Rykrannsóknafélag Íslands stendur fyrir vinnustofu í dag og á morgun í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands, Landmælingar Íslands, CAMS (Copernicus Atmospheric Monitoring Service), utanríkisráðuneyti Finnlands og UArctic. Er markmið vinnustofunnar að vekja athygli á loftmengun og gróðurhúsalofttegundum á Íslandi.

Ísland gerðist nýlega aðili að CAMS og er meginmarkmiðið með þeirri samvinnu að Íslendingar fái áreiðanleg tæki til að fylgjast með og spá fyrir um loftmengun, þar á meðal af völdum ýmissa eldfjalla- og gróðurhúsalofttegunda.

„Þeir eru mjög áhugasamir um að útvega Íslendingum réttu tækin til eftirlits svo mæla megi og spá fyrir um loftmengunina í landinu. Við erum ekki með mörg úrræði hér á landi til þess, sérstaklega ekki utan höfuðborgarsvæðisins, þannig að tækin þeirra geta hjálpað okkur að sjá stöðuna á menguninni eins og hún er í dag sem og að spá fyrir um hana í framtíðinni sem er mjög mikilvægt, t.d. vegna allra eldsumbrotanna,“ segir Pavla Dagsson-Waldhauserová, loftgæða- og ryksérfræðingur. 

Þá tekur hún fram að rannsakað hafi verið hversu langt rykið frá Íslandi geti borist út í heim. „Ef við skoðum landsvæðið á Íslandi þá eru 40% af því eyðimörk. Við sjáum á gervihnattamyndum að rykið getur borist yfir 3.500 km.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert